Hæstiréttur tekur ákvörðun um birtingu skattskýrslu Trump í dag Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 11:23 Talið er ljóst að Bandaríkjaforseti verði ekki glaður ef ákvörðunin fellur gegn honum. Getty/Win McNamee Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar. Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar.
Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira