Maður handtekinn vegna hnífstunguárása í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 12:00 Frá Sarpsborg í Noregi. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár. Maðurinn er sagður hafa ofbeldisdóma á bakinu. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann þekkti tvær konurnar sem hann réðst á. Lögreglan hefur útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikil viðbúnaður lögreglu var vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að tilkynningar bárust um að fólk hefði verið stungið á nokkrum stöðum í bænum. Lögreglan segir að maðurinn, sem er 31 árs gamall norskur ríkisborgari af sómalískum ættum, hafi gengið berserksgang í miðbæ Sarpsborg klukkan 23:30 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt Verdens gang. Fyrst hafi hann stungið konu á sextugsaldri sem beið eftir ættingja í bíl við rútubiðstöð. Hún lést síðar af sárum sínum. Næst hafi maðurinn sært aðra konu lífshættulega. Ástand konunnar er sagt hafa batnað yfir nótt. Þá réðst maðurinn á hjón á heimili þeirra og stakk konuna í úlnliðinn. Maðurinn er sagður hafa þekkt seinni tvær konurnar sem hann réðst á en engar vísbendingar hafa komið fram um að konan sem hann drap hafi verið honum kunnug. Til stendur að yfirheyra manninn síðdegis í dag en ekki er ljóst hvaða afstöðu hann ætlar að taka til sakarefnanna. Noregur Tengdar fréttir Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár. Maðurinn er sagður hafa ofbeldisdóma á bakinu. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann þekkti tvær konurnar sem hann réðst á. Lögreglan hefur útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikil viðbúnaður lögreglu var vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að tilkynningar bárust um að fólk hefði verið stungið á nokkrum stöðum í bænum. Lögreglan segir að maðurinn, sem er 31 árs gamall norskur ríkisborgari af sómalískum ættum, hafi gengið berserksgang í miðbæ Sarpsborg klukkan 23:30 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt Verdens gang. Fyrst hafi hann stungið konu á sextugsaldri sem beið eftir ættingja í bíl við rútubiðstöð. Hún lést síðar af sárum sínum. Næst hafi maðurinn sært aðra konu lífshættulega. Ástand konunnar er sagt hafa batnað yfir nótt. Þá réðst maðurinn á hjón á heimili þeirra og stakk konuna í úlnliðinn. Maðurinn er sagður hafa þekkt seinni tvær konurnar sem hann réðst á en engar vísbendingar hafa komið fram um að konan sem hann drap hafi verið honum kunnug. Til stendur að yfirheyra manninn síðdegis í dag en ekki er ljóst hvaða afstöðu hann ætlar að taka til sakarefnanna.
Noregur Tengdar fréttir Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30