Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 14:12 Þrjótarnir komust yfir auðkenni starfsmanna Twitter og notuðu innra kerfi miðilsins til þess að ná valdi á reikningum þekktra notenda. Sérfræðingar óttast að bitcoin-svindl sem þeir sendu út gæti hafa verið yfirskin til þess að dreifa athyglinni frá gagnastuldi. AP/Rick Bowmer Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna. Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna.
Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53