Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 16:41 Forsetinn og kanslarinn eru í aðalhlutverki í viðræðum ESB í Brussel. Getty/Anadolu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka Evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir leiðtoganna frá því í febrúar. Öll 27 ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Afstaða til björgunarpakkans virðist nú skiptast eftir höfuðáttunum og segja Angela Merkel og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sem kynntu aðgerðir sem hljóða upp á 750 milljarða evra sem sé sambland lána og styrkja til ríkja Evrópu, að þolinmæði þeirra gæti verið á þrotum. „Við erum á þriðja degi viðræðna og þetta er klárlega sá mikilvægasti. Á þessum tímapunkti höfum við unnið okkur í gegn um marga hluta pakkans. Stærð hans, hvernig honum er stýrt og lagareglur í kringum hann. Ég veit ekki hvort við náum að finna lausn,“ hefur Guardian eftir Merkel. „Hér er ríkur samningsvilji og þess vegna mun ég berjast fyrir því að við náum saman. Það er þó mögulegt að ekki verði samið hér í dag,“ sagði Merkel. „Ég hef enn trú á þessu en þessar málamiðlanir. Þær verða ekki samþykktar ef það kemur niður á metnaði Evrópusambandsins,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Leiðtogunum greinir enn á um stærð björgunarpakkans og samblöndun styrkja og lána. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, sakaði leiðtoga Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar um að vera nískupúka en ríkin börðust fyrir því að minnka björgunarpakkann. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka Evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir leiðtoganna frá því í febrúar. Öll 27 ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Afstaða til björgunarpakkans virðist nú skiptast eftir höfuðáttunum og segja Angela Merkel og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sem kynntu aðgerðir sem hljóða upp á 750 milljarða evra sem sé sambland lána og styrkja til ríkja Evrópu, að þolinmæði þeirra gæti verið á þrotum. „Við erum á þriðja degi viðræðna og þetta er klárlega sá mikilvægasti. Á þessum tímapunkti höfum við unnið okkur í gegn um marga hluta pakkans. Stærð hans, hvernig honum er stýrt og lagareglur í kringum hann. Ég veit ekki hvort við náum að finna lausn,“ hefur Guardian eftir Merkel. „Hér er ríkur samningsvilji og þess vegna mun ég berjast fyrir því að við náum saman. Það er þó mögulegt að ekki verði samið hér í dag,“ sagði Merkel. „Ég hef enn trú á þessu en þessar málamiðlanir. Þær verða ekki samþykktar ef það kemur niður á metnaði Evrópusambandsins,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Leiðtogunum greinir enn á um stærð björgunarpakkans og samblöndun styrkja og lána. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, sakaði leiðtoga Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar um að vera nískupúka en ríkin börðust fyrir því að minnka björgunarpakkann.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira