Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 16:56 Hopewell Chino'ono ræðir við fjölmiðla árið 2018. Hann streymdi beint frá því lögreglumenn komu til að handtaka hann á samfélagsmiðlum. AP/Tsvangirayi Mukwazhi Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. Hopewell Chin'ono, þekktur blaðamaður í Simbabve, er sakaður um að „hvetja til þátttöku í ofbeldi á almannafæri“, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sömu sakir eru bornar á Jacob Ngarivhume, leiðtoga lítils stjórnarandstöðuflokks. Þeir eru sagðir verða dregnir fyrir dómara fljótlega. Mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan saka yfirvöld um að misnota réttarkerfið til þess að ofsækja blaðamenn og aðgerðasinna. Handtökunum á tvímenningunum sé ætlað að ógna fólki. Chin'ono greindi frá svikum embættismanna í heilbrigðisráðuneytinu sem leiddu til þess að Obadiah Moyo heilbrigðisráðherra var rekinn fyrir misferli í starfi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Harare lýst áhyggjum af handtökunum. Í tísti sendiráðsins sagði að pólitískar ógnanir í garð fjölmiðla liðust ekki í lýðræðisríkjum. Hollenska sendiráðið tók í svipaðan streng og lýsti áhyggjum af stöðu tjáningarfrelsis í landinu. Hundruð blaðamanna, lögfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga hafa verið handtekin í mótmælum, verkfallsaðgerðum eða við vinnu sína undanfarna mánuði. Miklar efnahagsþrengingar dynja nú á Simbabve og í ofanálag hafa ráðamenn verið sakaðir um meiriháttar fjársvik í tengslum við innkaup á hlífðarbúnaði og lyfjum í kórónuveirufaraldrinum. Talsmaður stjórnarflokksins ZANU-PF sakaði Chin‘ono um að reyna að koma óorði á Emmerson Mnangagwa forseta með því að bendla fjölskyldu hans við meinta spillingu sem tengdist samningum vegna búnaðar í faraldrinum í júní. Sagðist Chin‘ono þá óttast um líf sitt, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. Hopewell Chin'ono, þekktur blaðamaður í Simbabve, er sakaður um að „hvetja til þátttöku í ofbeldi á almannafæri“, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sömu sakir eru bornar á Jacob Ngarivhume, leiðtoga lítils stjórnarandstöðuflokks. Þeir eru sagðir verða dregnir fyrir dómara fljótlega. Mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan saka yfirvöld um að misnota réttarkerfið til þess að ofsækja blaðamenn og aðgerðasinna. Handtökunum á tvímenningunum sé ætlað að ógna fólki. Chin'ono greindi frá svikum embættismanna í heilbrigðisráðuneytinu sem leiddu til þess að Obadiah Moyo heilbrigðisráðherra var rekinn fyrir misferli í starfi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Harare lýst áhyggjum af handtökunum. Í tísti sendiráðsins sagði að pólitískar ógnanir í garð fjölmiðla liðust ekki í lýðræðisríkjum. Hollenska sendiráðið tók í svipaðan streng og lýsti áhyggjum af stöðu tjáningarfrelsis í landinu. Hundruð blaðamanna, lögfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga hafa verið handtekin í mótmælum, verkfallsaðgerðum eða við vinnu sína undanfarna mánuði. Miklar efnahagsþrengingar dynja nú á Simbabve og í ofanálag hafa ráðamenn verið sakaðir um meiriháttar fjársvik í tengslum við innkaup á hlífðarbúnaði og lyfjum í kórónuveirufaraldrinum. Talsmaður stjórnarflokksins ZANU-PF sakaði Chin‘ono um að reyna að koma óorði á Emmerson Mnangagwa forseta með því að bendla fjölskyldu hans við meinta spillingu sem tengdist samningum vegna búnaðar í faraldrinum í júní. Sagðist Chin‘ono þá óttast um líf sitt, að því er AP-fréttastofan greinir frá.
Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira