Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 12:44 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. stöð 2 Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira