Sturgeon sakaði Boris um að reyna að nýta sér faraldurinn í pólitískum tilgangi Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2020 21:23 Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skota. Getty/Fraser Bremner Forsætisráðherra Skotlands sakaði í dag forsætisráðherra Bretlands um að beita kórónuveirufaraldrinum sem „einhverskonar pólitísku vopni.“ Þessa dagana sækir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Skotland heim í fyrsta sinn frá því í desember síðastliðnum. Sagði ráðherrann að viðbrögð Breta við faraldrinum væri dæmi um einskæran mátt breska konungdæmisins. Skotum hefði beðið efnahagslegar hamfarir ef ekki væri fyrir ríkissjóð Bretlands sem þeim var unnt að leita í. Johnson hafnaði því að hann væri að nota faraldurinn í þeim tilgangi að reyna að efla stuðning skoskra við því að konungdæmið haldist í núverandi mynd en skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda eru hlynntir því að Skotar sækist eftir sjálfstæði frá breska konungdæminu. „Ekkert okkar ætti að beita þessum faraldri fyrir sér í pólítíkinni,“ sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skota á blaðamannafundi sínum í dag. Sturgeon gaf þá lítið fyrir ummæli Johnson um að mikilvægi breska ríkissjóðsins fyrir Skota. „Værum við sjálfstætt ríki þá myndum við sjá um þetta sjálf, rétt eins og Írar gera,“ sagði Sturgeon. „Ég tel að það ætti enginn að fagna vegna faraldurs sem hefur kostað þúsundir lífið,“ bætti ráðherrann við. Skoðanakannanir teknar í Skotlandi hafa sýnt fram á það að þrefalt meiri ánægja ríkir um störf Sturgeon en Johnson þegar við kemur faraldrinum. Johnson svaraði því ekki beint þegar hann var spurður um mögulegar ástæður fyrir þeim mun. „Ágreiningur í stjórnmálum ætti ekki að skipta neinn máli. Raunveruleikinn er sá að þjóðin er að bregðast við faraldrinum á hátt sem sameinar okkur frekar en að sundra.“ Skotland Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands sakaði í dag forsætisráðherra Bretlands um að beita kórónuveirufaraldrinum sem „einhverskonar pólitísku vopni.“ Þessa dagana sækir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Skotland heim í fyrsta sinn frá því í desember síðastliðnum. Sagði ráðherrann að viðbrögð Breta við faraldrinum væri dæmi um einskæran mátt breska konungdæmisins. Skotum hefði beðið efnahagslegar hamfarir ef ekki væri fyrir ríkissjóð Bretlands sem þeim var unnt að leita í. Johnson hafnaði því að hann væri að nota faraldurinn í þeim tilgangi að reyna að efla stuðning skoskra við því að konungdæmið haldist í núverandi mynd en skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda eru hlynntir því að Skotar sækist eftir sjálfstæði frá breska konungdæminu. „Ekkert okkar ætti að beita þessum faraldri fyrir sér í pólítíkinni,“ sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skota á blaðamannafundi sínum í dag. Sturgeon gaf þá lítið fyrir ummæli Johnson um að mikilvægi breska ríkissjóðsins fyrir Skota. „Værum við sjálfstætt ríki þá myndum við sjá um þetta sjálf, rétt eins og Írar gera,“ sagði Sturgeon. „Ég tel að það ætti enginn að fagna vegna faraldurs sem hefur kostað þúsundir lífið,“ bætti ráðherrann við. Skoðanakannanir teknar í Skotlandi hafa sýnt fram á það að þrefalt meiri ánægja ríkir um störf Sturgeon en Johnson þegar við kemur faraldrinum. Johnson svaraði því ekki beint þegar hann var spurður um mögulegar ástæður fyrir þeim mun. „Ágreiningur í stjórnmálum ætti ekki að skipta neinn máli. Raunveruleikinn er sá að þjóðin er að bregðast við faraldrinum á hátt sem sameinar okkur frekar en að sundra.“
Skotland Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira