Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2020 10:30 Staða Trump er ekki góð fyrir kosningarnar í nóvember. Bandaríkjamenn eru óánægðir með viðbrögð hans við heimsfaraldri kórónuveirunnar og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, mælist með mun meira fylgi í könnunum. EPA/Doug Mills Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Þannig hafi þingmennirnir, samkvæmt Trump, gert Repúblikönum ómögulegt að ná meirihluta á ríkisþinginu og séu að nota heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar til að „stela kosningunum“. Forsetinn segir einnig að Pósturinn muni aldrei geta sinnt þessum fjölda sendinga án undirbúnings. Ákvörðunin var samþykkt á þingi Nevada á sunnudaginn og er búist við því að ríkisstjórinn Stephen Sisolak, sem er einnig Demókrati, muni skrifa undir frumvarpið. In an illegal late night coup, Nevada’s clubhouse Governor made it impossible for Republicans to win the state. Post Office could never handle the Traffic of Mail-In Votes without preparation. Using Covid to steal the state. See you in Court! https://t.co/cNSPINgCY7— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2020 Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Í þeim ríkjum hafa mjög fá ummerki kosningasvika greinst. Í Oregon er til að mynda búið að senda út rúmlega hundrað milljón atkvæðaseðla frá 2000. Af þeim hefur einungis tólf sinnum verið svindlað, samkvæmt samantekt Brennan Center. Talar sífellt um kosningasvik Undanfarna mánuði hefur Trump ítrekað gagnrýnt póstatkvæði og haldið því fram, þvert á allar rannsóknir, að slík atkvæðagreiðsla leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hefur hann reynt að grafa undan slíkri atkvæðagreiðslu og þar með niðurstöðum kosninganna í nóvember, hverjar sem þær verða. Allt frá því að Trump tilkynnti þátttöku sína í forsetakosningunum 2016 hefur hann ítrekað haldið því fram að umfangsmikil kosningasvik eigi sér stað í Bandaríkjunum en hann hefur aldrei fært nokkurs konar sönnun fyrir því. Meðal annars hefur hann sagt að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað í kosningunum sem hann vann. Sérstök rannsóknarnefnd sem hann stofnaði eftir kosningarnar var á endanum lögð niður áður en niðurstaða var opinberuð. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að eini tilgangur hennar hefði verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump. Engar vísbendingar um umfangsmikið svindl hafi fundist. Trump sjálfur hefur viðurkennt að hafa greitt atkvæði í gegnum póst í þingkosningunum 2018. Sömu sögu er að segja af Mike Pence, varaforseta, og mörgum öðrum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins. Sérfræðingar viðurkenna að póstatkvæði geti leitt til frekari svika, en það sé eingöngu ef ekkert sé gert til að tryggja öryggi atkvæðagreiðslunnar. Auðveldara sé að svindla með póstakvæði en í hefðbundnum atkvæðagreiðslum en það sé jafnt sem áður mjög sjaldgæft. Í apríl sagði Trump að aukinn fjöldi póstatkvæða kæmi niður á Repúblikönum. Því þyrftu þeir að berjast gegn þeim af miklum krafti. Republicans should fight very hard when it comes to state wide mail-in voting. Democrats are clamoring for it. Tremendous potential for voter fraud, and for whatever reason, doesn’t work out well for Republicans. @foxandfriends— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 8, 2020 Á sama tíma er Repúblikanaflokkurinn einnig að hvetja kjósendur sína til að greiða atkvæði með pósti og óttast aðilar innan flokksins að ummæli Trump muni koma niður á þátttöku kjósenda flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Nú þegar sjást ummerki þess að Forsetinn hefur einnig sagt að öll atkvæði verði að berast á kjördag. Atkvæði sem berist eftir það eigi að vera ólögleg. Þau ummæli, til viðbótar við ummæli Trump um póstinn í Bandaríkjunum, hafa vakið áhyggjur meðal gagnrýnanda forsetans. Trump hefur lengi gagnrýnt póstinn harðlega og sagt það vera sóun á peningum. Ítrekaði hann þá gagnrýni sína að á blaðamannafundi í gær. Auk þess að búið væri að sóa peningum í póstinn um áraraðir sagði forsetinn að póstkerfi Bandaríkjanna réði engan veginn við það póstatkvæðagreiðslur. Trump skipaði Louis DeJoy sem yfirmann pósts Bandaríkjanna, en sá hefur veitt töluvert fé til forsetaframboðs Trump. DeJoy hefur skorið mikið niður hjá póstinum á undanförnum árum og hafa embættismenn og aðrir áhyggjur af því að stofnunin eigi eftir að eiga erfitt með að bæði koma kjörseðlum til Bandaríkjamanna og koma kjörseðlum þeirra aftur til kjörstjórna, þá sérstaklega fyrir kjördag. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52 Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27 Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Þannig hafi þingmennirnir, samkvæmt Trump, gert Repúblikönum ómögulegt að ná meirihluta á ríkisþinginu og séu að nota heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar til að „stela kosningunum“. Forsetinn segir einnig að Pósturinn muni aldrei geta sinnt þessum fjölda sendinga án undirbúnings. Ákvörðunin var samþykkt á þingi Nevada á sunnudaginn og er búist við því að ríkisstjórinn Stephen Sisolak, sem er einnig Demókrati, muni skrifa undir frumvarpið. In an illegal late night coup, Nevada’s clubhouse Governor made it impossible for Republicans to win the state. Post Office could never handle the Traffic of Mail-In Votes without preparation. Using Covid to steal the state. See you in Court! https://t.co/cNSPINgCY7— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2020 Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Í þeim ríkjum hafa mjög fá ummerki kosningasvika greinst. Í Oregon er til að mynda búið að senda út rúmlega hundrað milljón atkvæðaseðla frá 2000. Af þeim hefur einungis tólf sinnum verið svindlað, samkvæmt samantekt Brennan Center. Talar sífellt um kosningasvik Undanfarna mánuði hefur Trump ítrekað gagnrýnt póstatkvæði og haldið því fram, þvert á allar rannsóknir, að slík atkvæðagreiðsla leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hefur hann reynt að grafa undan slíkri atkvæðagreiðslu og þar með niðurstöðum kosninganna í nóvember, hverjar sem þær verða. Allt frá því að Trump tilkynnti þátttöku sína í forsetakosningunum 2016 hefur hann ítrekað haldið því fram að umfangsmikil kosningasvik eigi sér stað í Bandaríkjunum en hann hefur aldrei fært nokkurs konar sönnun fyrir því. Meðal annars hefur hann sagt að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað í kosningunum sem hann vann. Sérstök rannsóknarnefnd sem hann stofnaði eftir kosningarnar var á endanum lögð niður áður en niðurstaða var opinberuð. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að eini tilgangur hennar hefði verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump. Engar vísbendingar um umfangsmikið svindl hafi fundist. Trump sjálfur hefur viðurkennt að hafa greitt atkvæði í gegnum póst í þingkosningunum 2018. Sömu sögu er að segja af Mike Pence, varaforseta, og mörgum öðrum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins. Sérfræðingar viðurkenna að póstatkvæði geti leitt til frekari svika, en það sé eingöngu ef ekkert sé gert til að tryggja öryggi atkvæðagreiðslunnar. Auðveldara sé að svindla með póstakvæði en í hefðbundnum atkvæðagreiðslum en það sé jafnt sem áður mjög sjaldgæft. Í apríl sagði Trump að aukinn fjöldi póstatkvæða kæmi niður á Repúblikönum. Því þyrftu þeir að berjast gegn þeim af miklum krafti. Republicans should fight very hard when it comes to state wide mail-in voting. Democrats are clamoring for it. Tremendous potential for voter fraud, and for whatever reason, doesn’t work out well for Republicans. @foxandfriends— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 8, 2020 Á sama tíma er Repúblikanaflokkurinn einnig að hvetja kjósendur sína til að greiða atkvæði með pósti og óttast aðilar innan flokksins að ummæli Trump muni koma niður á þátttöku kjósenda flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Nú þegar sjást ummerki þess að Forsetinn hefur einnig sagt að öll atkvæði verði að berast á kjördag. Atkvæði sem berist eftir það eigi að vera ólögleg. Þau ummæli, til viðbótar við ummæli Trump um póstinn í Bandaríkjunum, hafa vakið áhyggjur meðal gagnrýnanda forsetans. Trump hefur lengi gagnrýnt póstinn harðlega og sagt það vera sóun á peningum. Ítrekaði hann þá gagnrýni sína að á blaðamannafundi í gær. Auk þess að búið væri að sóa peningum í póstinn um áraraðir sagði forsetinn að póstkerfi Bandaríkjanna réði engan veginn við það póstatkvæðagreiðslur. Trump skipaði Louis DeJoy sem yfirmann pósts Bandaríkjanna, en sá hefur veitt töluvert fé til forsetaframboðs Trump. DeJoy hefur skorið mikið niður hjá póstinum á undanförnum árum og hafa embættismenn og aðrir áhyggjur af því að stofnunin eigi eftir að eiga erfitt með að bæði koma kjörseðlum til Bandaríkjamanna og koma kjörseðlum þeirra aftur til kjörstjórna, þá sérstaklega fyrir kjördag.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52 Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27 Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Sjá meira
Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52
Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27
Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13