Banna sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 12:31 Óheimilt verður að auglýsa, selja eða dreifa sykruðum drykkjum til barna samkvæmt lögunum. Getty/SOPA Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að sporna gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu. BBC greinir frá því að Oaxaca sé fyrsta ríki Mexíkó til að taka ákvörðun sem þessa en í landinu er hæsta hlutfall barna sem glíma við ofþyngd í heiminum. Þá telst 73% þjóðarinnar einnig of þung. Þá er Oaxaca það ríki Mexíkó þar sem hlutfallslega flest börn og næst flestir fullorðnir glíma við offitu. Samþykki laganna var fagnað innan veggja ríkisþings Oaxaca á sama tíma og veitingamenn og verslunareigendur mótmæltu fyrir utan. Með lögunum er óheimilt að selja, dreifa og auglýsa sykraða drykki og skyndibita til barna undir lögaldri og ná lögin einnig til sjálfsala í skólum. Höfundur frumvarpsins sem varð að lögum, Magaly Lopez Dominguez, segir að markmið laganna sé ekki að koma höggi á veitingamenn og verslunareigendur. Þeir gætu enn selt vörurnar, bara ekki til barna. Verði einhver uppvís um að brjóta gegn lögunum getur þeirra beðið fjársekt og lokun verslunarinnar. Möguleiki er á fangelsisvist ef brotið er endurtekið gegn lögunum. Hugo Lopez-Gatell sem fer fyrir viðbrögðum Mexíkó gegn kórónuveirufaraldrinum fagnaði ákvörðuninni en hann hefur kallað sykraða drykki „eitur í flösku“ og hvatti fólk til að hætta neyslu þeirra. Mexíkó Heilbrigðismál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að sporna gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu. BBC greinir frá því að Oaxaca sé fyrsta ríki Mexíkó til að taka ákvörðun sem þessa en í landinu er hæsta hlutfall barna sem glíma við ofþyngd í heiminum. Þá telst 73% þjóðarinnar einnig of þung. Þá er Oaxaca það ríki Mexíkó þar sem hlutfallslega flest börn og næst flestir fullorðnir glíma við offitu. Samþykki laganna var fagnað innan veggja ríkisþings Oaxaca á sama tíma og veitingamenn og verslunareigendur mótmæltu fyrir utan. Með lögunum er óheimilt að selja, dreifa og auglýsa sykraða drykki og skyndibita til barna undir lögaldri og ná lögin einnig til sjálfsala í skólum. Höfundur frumvarpsins sem varð að lögum, Magaly Lopez Dominguez, segir að markmið laganna sé ekki að koma höggi á veitingamenn og verslunareigendur. Þeir gætu enn selt vörurnar, bara ekki til barna. Verði einhver uppvís um að brjóta gegn lögunum getur þeirra beðið fjársekt og lokun verslunarinnar. Möguleiki er á fangelsisvist ef brotið er endurtekið gegn lögunum. Hugo Lopez-Gatell sem fer fyrir viðbrögðum Mexíkó gegn kórónuveirufaraldrinum fagnaði ákvörðuninni en hann hefur kallað sykraða drykki „eitur í flösku“ og hvatti fólk til að hætta neyslu þeirra.
Mexíkó Heilbrigðismál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira