Ísland yfir mörkum en fer samt ekki á rauða lista Norðmanna Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 16:31 Íslendingar geta heimsótt Osló án þess að sæta sóttkví. Getty/Sean Gallup Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira