Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 23:15 Elísabet II Englandsdrottning, Meghan og Harry og Vilhjálmur og Katrín á góðri stund. Það er spurning hvort allt leiki í jafnmiklu lyndi nú. vísir/ap Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. Þannig létu þau hvorki Elísabetu II Englandsdrottningu, ömmu Harry, vita né Vilhjálm Bretaprins, bróður Harry, vita af því að þetta stæði til.Frá þessu er greint á vef BBC þar sem segir að meðlimir konungsfjölskyldunnar séu vonsviknir og sárir vegna ákvörðunarinnar. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í kvöld að viðræður við hjónin um að þau myndu draga sig í hlé væru á byrjunarstigi. „Við skiljum að þau vilja gera aðra hluti en þetta eru flóknir hlutir sem tekur tíma að vinna úr,“ sagði talsmaður hallarinnar. Harry og Meghan hafa undanfarið átt í miklum deilum við fjölmiðla vegna þess sem þau vilja að meina að sé óvægin umfjöllun í þeirra garð og þá ekki hvað síst gagnvart hertogaynjunni. Þannig höfðaði Meghan mál gegn Mail on Sunday eftir að blaðið birti handskrifað bréf sem hún hafði skrifað föður sínum, en þau feðgin talast ekki við. Á sama tíma birti Harry yfirlýsingu þar sem hann sagði fjölmiðla leggja eiginkonu sína í einelti og líkti hegðuninni við það hvernig komið var fram við móður hans heitna, Díönu prinsessu. Þá vakti heimildarmynd um hjónin sem sýnd var í bresku sjónvarpi í október síðastliðnum mikla athygli. Þar opnuðu þau sig í viðtali og var til að mynda augljóst að það fékk á Meghan að ræða það hvaða áhrif hin mikla fjölmiðlaathygli hefur haft á hana eftir að hún eignaðist son sinn. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. Þannig létu þau hvorki Elísabetu II Englandsdrottningu, ömmu Harry, vita né Vilhjálm Bretaprins, bróður Harry, vita af því að þetta stæði til.Frá þessu er greint á vef BBC þar sem segir að meðlimir konungsfjölskyldunnar séu vonsviknir og sárir vegna ákvörðunarinnar. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í kvöld að viðræður við hjónin um að þau myndu draga sig í hlé væru á byrjunarstigi. „Við skiljum að þau vilja gera aðra hluti en þetta eru flóknir hlutir sem tekur tíma að vinna úr,“ sagði talsmaður hallarinnar. Harry og Meghan hafa undanfarið átt í miklum deilum við fjölmiðla vegna þess sem þau vilja að meina að sé óvægin umfjöllun í þeirra garð og þá ekki hvað síst gagnvart hertogaynjunni. Þannig höfðaði Meghan mál gegn Mail on Sunday eftir að blaðið birti handskrifað bréf sem hún hafði skrifað föður sínum, en þau feðgin talast ekki við. Á sama tíma birti Harry yfirlýsingu þar sem hann sagði fjölmiðla leggja eiginkonu sína í einelti og líkti hegðuninni við það hvernig komið var fram við móður hans heitna, Díönu prinsessu. Þá vakti heimildarmynd um hjónin sem sýnd var í bresku sjónvarpi í október síðastliðnum mikla athygli. Þar opnuðu þau sig í viðtali og var til að mynda augljóst að það fékk á Meghan að ræða það hvaða áhrif hin mikla fjölmiðlaathygli hefur haft á hana eftir að hún eignaðist son sinn.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira