Bera til baka rangfærslur um íkveikjur í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 12:15 Kóalabjörn liggur dauður eftir kjarrelda á Kengúrueyju í Ástralíu í gær. Talið er að eldar undanfarinna vikna hafi verið ákafari vegna hlýrri og þurrari aðstæðna sem rekja má til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Vísir/EPA Lögreglan í Viktoríu í Ástralíu segir engar vísbendingar um að menn hafi viljandi kveikt kjarreldana sem hafa valdið eyðileggingu þar undanfarnar vikur. Misvísandi fullyrðingum hefur verið dreift á netinu sem ýkja hlut brennuvarga í eldunum. Sonur Bandaríkjaforseta er á meðal þeirra sem hafa dreift slíkum fullyrðingum. Uppruna fullyrðinga um að 183 brennuvargar hafi verið handteknir frá því að kjarreldarnir í Ástralíu hófust í september má rekja til The Australian, fjölmiðils News Corp, fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch. Fjölmiðlar Murdoch hafa verið fremstir í flokki þeirra sem hafa reynt að grafa undan vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum hnattrænna loftslagsbreytinga af völdum manna. Ríkisstjórn Ástralíu hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum en landið er einn stærsti kolaframleiðandi heims. Eldarnir hafa verið tengdir við hlýnandi loftslag af völdum manna þar sem óvenjuhlýtt og þurrt veður hefur skapað kjöraðstæður fyrir þá. Lengi hefur verið varað við því að hnattræn hlýnun hefði einmitt þau áhrif á gróðurelda. Eldarnir hafa kostað á þriðja tug manna lífið til þess að eyðilagt um 2.000 heimili. Fréttir News Corp fóru á flug eftir að bandarískir hægriöfgamenn og Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, dreifðu þeim á netinu. Þar hafa þær verið settar í samhengi um að Ástralar glími frekar við „íkveikjufaraldur“ en loftslagsneyðarástand. Samsæriskenningar hafa farið á kreik um að náttúruverndarsinnar hafi í raun kveikt eldana. Rannsókn Tækniháskólans í Queensland bendir til að tölvuyrki og tröll hafi dreift misvísandi upplýsingum um brennuvarga af þessu tagi á Twitter, að sögn The Guardian. Slökkviliðsmenn á þyrlu glíma við kjarrelda í Austur-Gippsland í Viktoríu 30. desember.AP/Viktoríuríki Ýktu verulega fjölda brennuvarga Tölurnar sem The Australian vísaði til um fjölda brennuvarga eru verulega ýktar. Í sumum ríkjum voru tölur fyrir allt árið 2019 notaðar. Þannig voru þeir 43 brennuvargar sem voru handteknir í Viktoríu allt árið í fyrra taldir með þeim 183 sem áttu að hafa verið handteknir á „síðustu mánuðum“. „Það eru sem stendur engar upplýsingar sem benda til þess að eldarnir í Austur-Gippsland og Norðaustrinu hafi verið kveiktir af brennuvörgum eða á annan grunsamlegan hátt,“ segir talskona lögreglunnar í Viktoríu um alvarlegustu eldana þar. The Guardian segir að inni í tölunni 183 sé einnig 101 einstaklingur sem blaðið sagði að hefði verið handtekinn fyrir að kveikja eld í kjarrlendi í Queensland. Lögreglan þar segir að sú tala sé ekki fjöldi þeirra sem voru handteknir fyrir íkveikjur heldur allra lögregluútkalla sem tengdust eldunum. Þar á meðal var fólk sem var handtekið fyrir að brjóta gegn algeru banni við að kveikja eld í kjarrlendi og einstaklingur sem fengu viðvaranir frá lögreglumönnum. Af þeim 1.068 kjarreldum sem tilkynnt hefur verið um í ríkinu sé talið að 114 hafi verið kveiktir viljandi af mönnum. Í Nýja Suður-Wales segir lögregla að 24 hafi verið handteknir fyrir íkveikju frá því að kjarreldatímabilið hófst. Slökkvilið þar segir að meirihluti eldanna þar hafi kviknað út frá eldingum og uppruni þeirra sé í fæstum tilvikum íkveikja. Íkveikjur eru engu að síður taldar vandamál í Ástralíu og hafa brennuvargar kveikt nokkra eldanna sem hafa logað undanfarnar vikur. Þá er talið að brennuvargar hafi kveikt nokkra verstu eldana í sögu landsins, þar á meðal eld sem varð tíu manns að bana á degi sem hefur verið nefndur svarti laugardagurinn í Ástralíu árið 2009. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Lögreglan í Viktoríu í Ástralíu segir engar vísbendingar um að menn hafi viljandi kveikt kjarreldana sem hafa valdið eyðileggingu þar undanfarnar vikur. Misvísandi fullyrðingum hefur verið dreift á netinu sem ýkja hlut brennuvarga í eldunum. Sonur Bandaríkjaforseta er á meðal þeirra sem hafa dreift slíkum fullyrðingum. Uppruna fullyrðinga um að 183 brennuvargar hafi verið handteknir frá því að kjarreldarnir í Ástralíu hófust í september má rekja til The Australian, fjölmiðils News Corp, fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch. Fjölmiðlar Murdoch hafa verið fremstir í flokki þeirra sem hafa reynt að grafa undan vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum hnattrænna loftslagsbreytinga af völdum manna. Ríkisstjórn Ástralíu hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum en landið er einn stærsti kolaframleiðandi heims. Eldarnir hafa verið tengdir við hlýnandi loftslag af völdum manna þar sem óvenjuhlýtt og þurrt veður hefur skapað kjöraðstæður fyrir þá. Lengi hefur verið varað við því að hnattræn hlýnun hefði einmitt þau áhrif á gróðurelda. Eldarnir hafa kostað á þriðja tug manna lífið til þess að eyðilagt um 2.000 heimili. Fréttir News Corp fóru á flug eftir að bandarískir hægriöfgamenn og Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, dreifðu þeim á netinu. Þar hafa þær verið settar í samhengi um að Ástralar glími frekar við „íkveikjufaraldur“ en loftslagsneyðarástand. Samsæriskenningar hafa farið á kreik um að náttúruverndarsinnar hafi í raun kveikt eldana. Rannsókn Tækniháskólans í Queensland bendir til að tölvuyrki og tröll hafi dreift misvísandi upplýsingum um brennuvarga af þessu tagi á Twitter, að sögn The Guardian. Slökkviliðsmenn á þyrlu glíma við kjarrelda í Austur-Gippsland í Viktoríu 30. desember.AP/Viktoríuríki Ýktu verulega fjölda brennuvarga Tölurnar sem The Australian vísaði til um fjölda brennuvarga eru verulega ýktar. Í sumum ríkjum voru tölur fyrir allt árið 2019 notaðar. Þannig voru þeir 43 brennuvargar sem voru handteknir í Viktoríu allt árið í fyrra taldir með þeim 183 sem áttu að hafa verið handteknir á „síðustu mánuðum“. „Það eru sem stendur engar upplýsingar sem benda til þess að eldarnir í Austur-Gippsland og Norðaustrinu hafi verið kveiktir af brennuvörgum eða á annan grunsamlegan hátt,“ segir talskona lögreglunnar í Viktoríu um alvarlegustu eldana þar. The Guardian segir að inni í tölunni 183 sé einnig 101 einstaklingur sem blaðið sagði að hefði verið handtekinn fyrir að kveikja eld í kjarrlendi í Queensland. Lögreglan þar segir að sú tala sé ekki fjöldi þeirra sem voru handteknir fyrir íkveikjur heldur allra lögregluútkalla sem tengdust eldunum. Þar á meðal var fólk sem var handtekið fyrir að brjóta gegn algeru banni við að kveikja eld í kjarrlendi og einstaklingur sem fengu viðvaranir frá lögreglumönnum. Af þeim 1.068 kjarreldum sem tilkynnt hefur verið um í ríkinu sé talið að 114 hafi verið kveiktir viljandi af mönnum. Í Nýja Suður-Wales segir lögregla að 24 hafi verið handteknir fyrir íkveikju frá því að kjarreldatímabilið hófst. Slökkvilið þar segir að meirihluti eldanna þar hafi kviknað út frá eldingum og uppruni þeirra sé í fæstum tilvikum íkveikja. Íkveikjur eru engu að síður taldar vandamál í Ástralíu og hafa brennuvargar kveikt nokkra eldanna sem hafa logað undanfarnar vikur. Þá er talið að brennuvargar hafi kveikt nokkra verstu eldana í sögu landsins, þar á meðal eld sem varð tíu manns að bana á degi sem hefur verið nefndur svarti laugardagurinn í Ástralíu árið 2009.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15