Foreldrar Jozefs litla fá sex milljarða í bætur frá IKEA Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 07:52 Frá blaðamannafundi vegna málsins í gær. Vísir/AP IKEA í Bandaríkjunum mun greiða foreldrum drengs, sem lést þegar IKEA-kommóða féll á hann fyrir þremur árum, 46 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa sex milljarða íslenskra króna, vegna málsins.Sjá einnig: Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Joleen og Craig Dudek stefndu IKEA árið 2018 vegna andláts sonar síns, Jozefs. Jozef var tveggja ára þegar hann varð undir kommóðu af gerðinni MALM og lést af sárum sínum. Hann er sagður hafa hálsbrotnað og svo kafnað undir kommóðunni. Forsvarsmenn IKEA sögðu í yfirlýsingu að þeir séu þakklátir fyrir það að sátt hafi náðst í málinu. Fyrirtækið sé staðráðið í því að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. „Enn og aftur vottum við [fjölskyldunni] dýpstu samúð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt CBS um málið er haft eftir lögmönnum að um sé að ræða hæstu upphæð sem greidd hefur verið í máli sem þessu. Banaslys af völdum Malm-kommóða hafa verið nokkuð tíð en í frétt CBS segir að tíu dauðsföll tengd kommóðunum hafi verið skráð síðustu ár. IKEA í Bandaríkjunum innkallaði 29 milljónir MALM-kommóða vegna slysanna árið 2016 og hætti um leið sölu á kommóðunum í landinu. Sama ár samdi húsgagnarisinn við þrjár bandarískar fjölskyldur um greiðslu 50 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur eftir að þrjú börn létust í banaslysum tengdum Malm-kommóðum. Upphæðinni var deilt á milli fjölskyldnanna þriggja. Bandaríkin IKEA Tengdar fréttir Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30 IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
IKEA í Bandaríkjunum mun greiða foreldrum drengs, sem lést þegar IKEA-kommóða féll á hann fyrir þremur árum, 46 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa sex milljarða íslenskra króna, vegna málsins.Sjá einnig: Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Joleen og Craig Dudek stefndu IKEA árið 2018 vegna andláts sonar síns, Jozefs. Jozef var tveggja ára þegar hann varð undir kommóðu af gerðinni MALM og lést af sárum sínum. Hann er sagður hafa hálsbrotnað og svo kafnað undir kommóðunni. Forsvarsmenn IKEA sögðu í yfirlýsingu að þeir séu þakklátir fyrir það að sátt hafi náðst í málinu. Fyrirtækið sé staðráðið í því að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. „Enn og aftur vottum við [fjölskyldunni] dýpstu samúð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt CBS um málið er haft eftir lögmönnum að um sé að ræða hæstu upphæð sem greidd hefur verið í máli sem þessu. Banaslys af völdum Malm-kommóða hafa verið nokkuð tíð en í frétt CBS segir að tíu dauðsföll tengd kommóðunum hafi verið skráð síðustu ár. IKEA í Bandaríkjunum innkallaði 29 milljónir MALM-kommóða vegna slysanna árið 2016 og hætti um leið sölu á kommóðunum í landinu. Sama ár samdi húsgagnarisinn við þrjár bandarískar fjölskyldur um greiðslu 50 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur eftir að þrjú börn létust í banaslysum tengdum Malm-kommóðum. Upphæðinni var deilt á milli fjölskyldnanna þriggja.
Bandaríkin IKEA Tengdar fréttir Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30 IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30
IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18