Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 20:33 Bandarískir hermenn hafa verið í Írak þar sem þeir aðstoða íröksk stjórnvöld í baráttunni gegn ISIS-samtökunum. vísir/getty Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld, með vísan til bréfs frá hershöfðingjanum William H Seely III til írakskra yfirvalda, að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mark Milley, formaður herforingjaráðs bandaríska hersins, að bréfið hafi í raun bara verið uppkast. Það hafi verið mistök, ekki undirritað og að það hefði ekki átt að fara af stað. Þá sé það illa orðað og gefi í skyn að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Það sé ekki raunin. Í frétt Reuters kom fram að um væri að ræða þá hermenn Bandaríkjahers í Írak sem hefðu aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn ISIS, en fleiri bandarískir hermenn eru í landinu. Esper segir að fyrrnefnt hershöfðingjans sé ekki nákvæmt. Bandaríkjastjórn hafi engin áform um að flytja herinn burt frá Írak. Deborah Haynes, ritstjóri erlendra frétta hjá Sky News, segir að heimildarmann sinn hjá bandaríska hernum hafa sagt að verið væri að flytja nokkur hundruð hermenn frá Bagdad af öryggisástæðum. Herinn væri ekki á förum frá Írak og heldur ekki frá Bagdad. Í frétt Washington Post er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan úr bandaríska hernum að bréfið væri tilraun til þess að láta íröksk stjórnvöld vita af því að Bandaríkjamenn ætli sér að færa hersveitir sínar til innan landsins. Bréfið fæli það ekki í sér að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mikil spenna hefur verið á svæðinu eftir að Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Quasem Soleimani af dögum í Bagdad í síðustu viku. Greint var frá því í gær að írakska þingið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað yrði eftir því að erlendir hermenn, sem dvalið hafa í landinu, myndu yfirgefa Írak sem fyrst. Í kjölfarið hótaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu. BREAKING: @EsperDoD says memo on withdrawal is not accurate “there’s been no decision whatsoever to leave Iraq.” pic.twitter.com/52DDhSIIQ2— Tara Copp (@TaraCopp) January 6, 2020 Coalition source told me: “We are moving some people out of Baghdad for force protection reasons. We aren't leaving Iraq (or Baghdad, for that matter)”— Deborah Haynes (@haynesdeborah) January 6, 2020 .@EsperDoD on Iraq: “We are re-positioning forces throughout the region number one. Beyond that with regard to the letter which I’ve read once. I can’t tell you the veracity of that letter and I can tell you what I’ve read. That letter is inconsistent of where we are right now.”— Ryan Browne (@rabrowne75) January 6, 2020 Joint Chiefs Chair GEN Milley: “That letter is a draft it was a mistake, it was unsigned, it should not have been released…poorly worded, implies withdrawal, that is not what’s happening” pic.twitter.com/is0AsU1Ksx— Jake Tapper (@jaketapper) January 6, 2020 Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 21:17 eftir að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafði tjáð sig um málið við fjölmiðla. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:51. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld, með vísan til bréfs frá hershöfðingjanum William H Seely III til írakskra yfirvalda, að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mark Milley, formaður herforingjaráðs bandaríska hersins, að bréfið hafi í raun bara verið uppkast. Það hafi verið mistök, ekki undirritað og að það hefði ekki átt að fara af stað. Þá sé það illa orðað og gefi í skyn að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Það sé ekki raunin. Í frétt Reuters kom fram að um væri að ræða þá hermenn Bandaríkjahers í Írak sem hefðu aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn ISIS, en fleiri bandarískir hermenn eru í landinu. Esper segir að fyrrnefnt hershöfðingjans sé ekki nákvæmt. Bandaríkjastjórn hafi engin áform um að flytja herinn burt frá Írak. Deborah Haynes, ritstjóri erlendra frétta hjá Sky News, segir að heimildarmann sinn hjá bandaríska hernum hafa sagt að verið væri að flytja nokkur hundruð hermenn frá Bagdad af öryggisástæðum. Herinn væri ekki á förum frá Írak og heldur ekki frá Bagdad. Í frétt Washington Post er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan úr bandaríska hernum að bréfið væri tilraun til þess að láta íröksk stjórnvöld vita af því að Bandaríkjamenn ætli sér að færa hersveitir sínar til innan landsins. Bréfið fæli það ekki í sér að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mikil spenna hefur verið á svæðinu eftir að Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Quasem Soleimani af dögum í Bagdad í síðustu viku. Greint var frá því í gær að írakska þingið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað yrði eftir því að erlendir hermenn, sem dvalið hafa í landinu, myndu yfirgefa Írak sem fyrst. Í kjölfarið hótaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu. BREAKING: @EsperDoD says memo on withdrawal is not accurate “there’s been no decision whatsoever to leave Iraq.” pic.twitter.com/52DDhSIIQ2— Tara Copp (@TaraCopp) January 6, 2020 Coalition source told me: “We are moving some people out of Baghdad for force protection reasons. We aren't leaving Iraq (or Baghdad, for that matter)”— Deborah Haynes (@haynesdeborah) January 6, 2020 .@EsperDoD on Iraq: “We are re-positioning forces throughout the region number one. Beyond that with regard to the letter which I’ve read once. I can’t tell you the veracity of that letter and I can tell you what I’ve read. That letter is inconsistent of where we are right now.”— Ryan Browne (@rabrowne75) January 6, 2020 Joint Chiefs Chair GEN Milley: “That letter is a draft it was a mistake, it was unsigned, it should not have been released…poorly worded, implies withdrawal, that is not what’s happening” pic.twitter.com/is0AsU1Ksx— Jake Tapper (@jaketapper) January 6, 2020 Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 21:17 eftir að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafði tjáð sig um málið við fjölmiðla. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:51.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira