Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 12:51 Muhandis var talinn maður Írans innan Írak. Hann var á ferð með Soleimani þegar bílalest þeirra varð fyrir bandarískri drónaárás. Vísir/EPA Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30