Erlent

21 látinn í flóðum í Jakarta

Atli Ísleifsson skrifar
Að minnsta kosti 62 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í Jakarta.
Að minnsta kosti 62 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í Jakarta. AP

Að minnsta kosti 21 er látinn eftir mikil flóð í indónesísku höfuðborginni Jakarta síðustu daga. Gríðarlegt úrhelli hefur verið á svæðinu, það mesta í 24 ár hið minnsta.

Samkvæmt mælingum Veðurstofu Indónesíu hefur úrkoma mæst 377 millimetrar á einum sólarhring við flugvöll austur af Jakarta. Svo mikil úrkoma hefur ekki mælst frá því að mælingar hófust hjá stofnuninni árið 1996.

„Regnið sem féll á gamlársdag… er ekki venjuleg rigning,“ segir í yfirlýsingu frá stofnuninni. Magnið skýrist af nokkrum þáttum og ekki bara af því að monsúntímabilið stendur nú yfir, heldur einnig af mikilli vatnsgufu í lofti sem hafi áhrif á skýjafar yfir eyjunni Jövu.

Að minnsta kosti 62 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í Jakarta og ákváðu margir að verja nóttunni á þaki húsa sinna í bið eftir að verða bjargað.

Búist er við frekari rigningu fram að helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×