SpaceX sprengdi upp eldflaug til að sýna fram á öryggi Dragon geimfarsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2020 23:00 Sprengingin varð um 80 sekúndum eftir flugtak. Vísir/AP Svo virðist sem að sérstakt próf geimferðarfyrirtækisins Space X til þess að athuga hvort að fyrirhugað mannað geimfar fyrirtækisins myndi skilja sig frá eldflaugunum við sprengingu hafi gengið snurðulaust fyrir sig.SpaceX vinnur nú að þróun mannaðs geimfars fyrir NASA og er vinnan á lokametrunum. Nú standa yfir ýmsar öryggisathuganir og í dag prófuðu Elon Musk og félagar að sprengja í loft upp Falcon 9 eldflaug útbúna Dragon-geimarinu, skömmu eftir flugtak.Markmiðið með sprengingunni var að sjá hvort að geimfarið myndi skilja sig frá eldflaugunum ef upp komi vandamál. Það virðist hafa tekist en um borð voru dúkkur. Voru þær, og geimfarið, endurheimt úr sjónum undan ströndum Kaliforníu eftir að geimfarið sveif niður til jarðar með hjálp fallhlífar.Það var tilkomumikil sjón, líkt og sjá má hér að neðan, þegar eldflaugin var sprengd í loft upp aðeins 80 sekúndum eftir flugtal frá Kennedy geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum.Bæði Boeing og SpaceX vinna að því að þróa mannað geimfar fyrir NASA sem ekki hefur getað sent geimfara út í geim á eigin vegum frá árinu 2011 þegar síðustu geimskutlunni var lagt.Talið er líklegt að Dragon geimfarið geti farið í mannaða geimferð í sumar, gangi frekari prófanir vel fyrir sig. Crew Dragon separating from Falcon 9 during today’s test, which verified the spacecraft’s ability to carry astronauts to safety in the unlikely event of an emergency on ascent pic.twitter.com/rxUDPFD0v5 — SpaceX (@SpaceX) January 19, 2020 Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Maezawama, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. 14. janúar 2020 15:40 Enn fjölgar gervihnöttum SpaceX Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. 7. janúar 2020 08:38 Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Svo virðist sem að sérstakt próf geimferðarfyrirtækisins Space X til þess að athuga hvort að fyrirhugað mannað geimfar fyrirtækisins myndi skilja sig frá eldflaugunum við sprengingu hafi gengið snurðulaust fyrir sig.SpaceX vinnur nú að þróun mannaðs geimfars fyrir NASA og er vinnan á lokametrunum. Nú standa yfir ýmsar öryggisathuganir og í dag prófuðu Elon Musk og félagar að sprengja í loft upp Falcon 9 eldflaug útbúna Dragon-geimarinu, skömmu eftir flugtak.Markmiðið með sprengingunni var að sjá hvort að geimfarið myndi skilja sig frá eldflaugunum ef upp komi vandamál. Það virðist hafa tekist en um borð voru dúkkur. Voru þær, og geimfarið, endurheimt úr sjónum undan ströndum Kaliforníu eftir að geimfarið sveif niður til jarðar með hjálp fallhlífar.Það var tilkomumikil sjón, líkt og sjá má hér að neðan, þegar eldflaugin var sprengd í loft upp aðeins 80 sekúndum eftir flugtal frá Kennedy geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum.Bæði Boeing og SpaceX vinna að því að þróa mannað geimfar fyrir NASA sem ekki hefur getað sent geimfara út í geim á eigin vegum frá árinu 2011 þegar síðustu geimskutlunni var lagt.Talið er líklegt að Dragon geimfarið geti farið í mannaða geimferð í sumar, gangi frekari prófanir vel fyrir sig. Crew Dragon separating from Falcon 9 during today’s test, which verified the spacecraft’s ability to carry astronauts to safety in the unlikely event of an emergency on ascent pic.twitter.com/rxUDPFD0v5 — SpaceX (@SpaceX) January 19, 2020
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Maezawama, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. 14. janúar 2020 15:40 Enn fjölgar gervihnöttum SpaceX Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. 7. janúar 2020 08:38 Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Maezawama, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. 14. janúar 2020 15:40
Enn fjölgar gervihnöttum SpaceX Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. 7. janúar 2020 08:38
Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21