Man. United þrennan betri en Liverpool þrennan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 23:00 Marcus Rashford og Mason Greenwood til vinstri en Mohamed Salah og Sadio Mané til hægri. Samsett/Getty Mikið hefur verið látið með sóknarmenn Liverpool í allri velgengni liðsins að undanförnu en þegar markatölfræðin er skoðuð kemur í ljós að framlínuþrenna Manchester United hefur í raun gert betur en sú hjá Liverpool á þessari leiktíð. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina en United er eina liðið sem hefur tekið stig af toppliði Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Liverpool hefur fjórtán stiga forskot og er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á leiktíðinni. Manchester United er 27 stigum neðar í töflunni með aðeins 9 sigra í 22 leikjum. Manchester United hefur einnig skorað fjórtán mörkum færra en Liverpool liðið en það er varla hægt að kenna ungu strákunum í framlínunni um það. Manchester United's front three has outscored Liverpool's this season #LFC#Liverpool#MUFCpic.twitter.com/qiGeclg3df— LiveScore (@livescore) January 16, 2020 Sóknarmannalína Manchester United, skipuð þeim Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood hefur samtals skilað 39 mörkum fyrir Manchester United í öllum keppnum á þessu tímabili. Mason Greenwood er með 9 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum, Anthony Martial hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum og Marcus Rashford er síðan með 19 mörk í 30 leikjum. Sóknartríó Liverpool, skipað þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, hefur alls skilað af sér 30 mörkum í öllum keppnum á þessu tímabili. Roberto Firmino er með 7 mörk í 27 leikjum, Sadio Mané hefur skorað 13 mörk í 27 leikjum og Mohamed Salah er markahæstur þeirra með 14 mörk í 24 leikjum. Við þetta bætist svo markaleysi framlínumanna Liverpool í leikjum sínum á móti erkifjendunum í Manchester United. Mohamed Salah hefur hvorki skorað né lagt upp mark í fjórum deildarleikjum sínum á móti Manchester United. Sadio Mané hefur bara skorað eitt mark í fimm deildarleikjum sínum með Liverpool á móti Manchester United og Roberto Firmino hefur ekki skorað í níu deildarleikjum á móti Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Mikið hefur verið látið með sóknarmenn Liverpool í allri velgengni liðsins að undanförnu en þegar markatölfræðin er skoðuð kemur í ljós að framlínuþrenna Manchester United hefur í raun gert betur en sú hjá Liverpool á þessari leiktíð. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina en United er eina liðið sem hefur tekið stig af toppliði Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Liverpool hefur fjórtán stiga forskot og er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á leiktíðinni. Manchester United er 27 stigum neðar í töflunni með aðeins 9 sigra í 22 leikjum. Manchester United hefur einnig skorað fjórtán mörkum færra en Liverpool liðið en það er varla hægt að kenna ungu strákunum í framlínunni um það. Manchester United's front three has outscored Liverpool's this season #LFC#Liverpool#MUFCpic.twitter.com/qiGeclg3df— LiveScore (@livescore) January 16, 2020 Sóknarmannalína Manchester United, skipuð þeim Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood hefur samtals skilað 39 mörkum fyrir Manchester United í öllum keppnum á þessu tímabili. Mason Greenwood er með 9 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum, Anthony Martial hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum og Marcus Rashford er síðan með 19 mörk í 30 leikjum. Sóknartríó Liverpool, skipað þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, hefur alls skilað af sér 30 mörkum í öllum keppnum á þessu tímabili. Roberto Firmino er með 7 mörk í 27 leikjum, Sadio Mané hefur skorað 13 mörk í 27 leikjum og Mohamed Salah er markahæstur þeirra með 14 mörk í 24 leikjum. Við þetta bætist svo markaleysi framlínumanna Liverpool í leikjum sínum á móti erkifjendunum í Manchester United. Mohamed Salah hefur hvorki skorað né lagt upp mark í fjórum deildarleikjum sínum á móti Manchester United. Sadio Mané hefur bara skorað eitt mark í fimm deildarleikjum sínum með Liverpool á móti Manchester United og Roberto Firmino hefur ekki skorað í níu deildarleikjum á móti Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira