Segja að Liverpool sé tilbúið að gera tuttugu ára Þjóðverja að dýrasta leikmanni félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:00 Kai Havertz í leik með Bayer Leverkusen. Getty/Jörg Schüler Liverpool hefur mikinn áhuga á því að kaupa hinn tvítuga Kai Havertz frá Bayer Leverkusen og nýjustu sögusagnirnar eru að það sé eitthvað að fara að gerast í þeim málum á næstunni. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé tilbúið að bjóða 107 milljónir punda í hinn stórefnilega Kai Havertz. Hann yrði þó ekki leikmaður Liverpool fyrr en í sumar. Transfer news LIVE: Liverpool 'lead race' for Bayer Leverkuson star Kai Havertzhttps://t.co/qRcFw4t6ihpic.twitter.com/OKVzdJTDhe— Daily Record Sport (@Record_Sport) January 16, 2020 Kai Havertz er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað á miðjunni en einnig út á hægri kanti. Hans besta staða er samt talin vera í holunni. Havertz hefur fengið mikið hrós fyrir leikskilning sem og góð hlaup inn á vítateig ala Frank Lampard. Hann er að skora flest mörkin sín eftir slík hlaup. Kai Havertz hefur talað um það sjálfur að hann vilji komast til stærra félags og það er nánast öruggt að hann fari frá Bayer Leverkusen í sumar. Samningur hans við Bayer Leverkusen rennur þó ekki út fyrr en í júnílok 2022. Kai Havertz hefur þegar spilað 126 leiki fyrir aðallið Bayer Leverkusen en hann lék sinn fyrsta leik árið 2016. Hann hefur einnig spilað sjö landsleiki fyrir Þjóðverjar. Manchester United, Barcelona og Bayern München hafa einnig mikinn áhuga á stráknum en samkvæmt frétt Mundo Deportivo þá hefur Liverpool tekið forystuna í kapphlaupinu. Jürgen Klopp er að leita að nýjum manni fyrir Adam Lallana en samningur Lallana rennur út í sumar. Stuðningsmenn Liverpool vonast þó örugglega til þess að Kai Havertz sé nú mun betri en Adam Lallana. Report: Liverpool set to offer club record £107m for 20-year-old prodigy #lfc#ynwa#liverpoolhttps://t.co/Erun8NCjdm— Rousing The Kop (@RousingTheKop) January 16, 2020 Verði af slíkum kaupum þá verður Kai Havertz dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Metið á Virgil van Dijk sem Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir í ársbyrjun 2018. Kai Havertz er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 14 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í vetur en hann hefur þó ekki komið að marki síðan í lok september. Á tímabilinu í fyrra var Kai Havertz með 17 mörk og 4 stoðsendingar í 34 deildarleikjum með Bayer Leverkusen og 3 mörk o 3 stoðsendingar í 6 leikjum í Evrópudeildinni. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Liverpool hefur mikinn áhuga á því að kaupa hinn tvítuga Kai Havertz frá Bayer Leverkusen og nýjustu sögusagnirnar eru að það sé eitthvað að fara að gerast í þeim málum á næstunni. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé tilbúið að bjóða 107 milljónir punda í hinn stórefnilega Kai Havertz. Hann yrði þó ekki leikmaður Liverpool fyrr en í sumar. Transfer news LIVE: Liverpool 'lead race' for Bayer Leverkuson star Kai Havertzhttps://t.co/qRcFw4t6ihpic.twitter.com/OKVzdJTDhe— Daily Record Sport (@Record_Sport) January 16, 2020 Kai Havertz er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað á miðjunni en einnig út á hægri kanti. Hans besta staða er samt talin vera í holunni. Havertz hefur fengið mikið hrós fyrir leikskilning sem og góð hlaup inn á vítateig ala Frank Lampard. Hann er að skora flest mörkin sín eftir slík hlaup. Kai Havertz hefur talað um það sjálfur að hann vilji komast til stærra félags og það er nánast öruggt að hann fari frá Bayer Leverkusen í sumar. Samningur hans við Bayer Leverkusen rennur þó ekki út fyrr en í júnílok 2022. Kai Havertz hefur þegar spilað 126 leiki fyrir aðallið Bayer Leverkusen en hann lék sinn fyrsta leik árið 2016. Hann hefur einnig spilað sjö landsleiki fyrir Þjóðverjar. Manchester United, Barcelona og Bayern München hafa einnig mikinn áhuga á stráknum en samkvæmt frétt Mundo Deportivo þá hefur Liverpool tekið forystuna í kapphlaupinu. Jürgen Klopp er að leita að nýjum manni fyrir Adam Lallana en samningur Lallana rennur út í sumar. Stuðningsmenn Liverpool vonast þó örugglega til þess að Kai Havertz sé nú mun betri en Adam Lallana. Report: Liverpool set to offer club record £107m for 20-year-old prodigy #lfc#ynwa#liverpoolhttps://t.co/Erun8NCjdm— Rousing The Kop (@RousingTheKop) January 16, 2020 Verði af slíkum kaupum þá verður Kai Havertz dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Metið á Virgil van Dijk sem Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir í ársbyrjun 2018. Kai Havertz er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 14 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í vetur en hann hefur þó ekki komið að marki síðan í lok september. Á tímabilinu í fyrra var Kai Havertz með 17 mörk og 4 stoðsendingar í 34 deildarleikjum með Bayer Leverkusen og 3 mörk o 3 stoðsendingar í 6 leikjum í Evrópudeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira