Eiginkonan til bjargar eftir að Manchester United gleymdi honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 14:30 Norman Whiteside í leik með Manchester United á Wembley. Getty/Allsport Starfsmenn Manchester United gleymdu einu af mesta efninu í sögu félagsins um helgina þegar þeir skoðuðu hvaða leikmenn voru yngstir til að spila tvö hundruð leiki fyrir Manchester United. Marcus Rashford spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United í sigri á Norwich og hélt upp á það með tveimur mörkum. Rashford er bara 22 ára og tveggja mánaða og í fyrstu héldu menn hjá Manchester United að aðeins goðsagnirnar George Best and Ryan Gigg hafi verið verið yngri þegar þeir náðu þessum tímamótum. Það þurfti hins vegar eiginkonu Norman Whiteside til að koma öllu á hreint. Hún vakti athygli á mistökunum á Twitter. Think my hubby @NormanWhiteside was younger than all three of you in actual fact https://t.co/2JEoAojdfw— Mrs W Official (@WhitesideDee) January 12, 2020 Dee, eiginkona Norman Whiteside, var nefnilega fljót að benda bæði Marcus Rashfors og Manchester United að metið væri í eigu eiginmanns síns. Norman Whiteside var nefnilega aðeins 21 árs og fjögurra mánaða þegar hann spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United. Norman Whiteside spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchetser United árið 1982 og seinna um sumarið þá bætti hann met Pele og varð sá yngsti til að spila í úrslitakeppni HM. Whiteside spilaði þá með Norður Írlandi á HM á Spáni aðeins 17 ára og 41 dags gamall. Norman Whiteside spilaði alls 274 leiki fyrir Manchester United frá 1982 til 1989 og varð tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu en hann fór þaðan til Everton. Whiteside þótti eitt mesta efnið í sögu Manchester United en þurfti seinna að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna hnémeiðsla. Appreciation tweet for the great Norman Whiteside. Never to be overlooked pic.twitter.com/X4JpvRsili— Marcus Rashford (@MarcusRashford) January 12, 2020 Yngstir til að spila 200 leiki fyrir Manchester United: Norman Whiteside: 21 árs og 4 mánaða George Best: 21 árs og 7 mánaða Ryan Giggs: 21 árs og 9 mánaða Marcus Rashford: 22 ára og 2 mánaða Cristiano Ronaldo: 22 ára og 8 mánaða Wayne Rooney: 22 ára og 11 mánaða Bobby Charlton: 24 ára og 4 mánaða Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira
Starfsmenn Manchester United gleymdu einu af mesta efninu í sögu félagsins um helgina þegar þeir skoðuðu hvaða leikmenn voru yngstir til að spila tvö hundruð leiki fyrir Manchester United. Marcus Rashford spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United í sigri á Norwich og hélt upp á það með tveimur mörkum. Rashford er bara 22 ára og tveggja mánaða og í fyrstu héldu menn hjá Manchester United að aðeins goðsagnirnar George Best and Ryan Gigg hafi verið verið yngri þegar þeir náðu þessum tímamótum. Það þurfti hins vegar eiginkonu Norman Whiteside til að koma öllu á hreint. Hún vakti athygli á mistökunum á Twitter. Think my hubby @NormanWhiteside was younger than all three of you in actual fact https://t.co/2JEoAojdfw— Mrs W Official (@WhitesideDee) January 12, 2020 Dee, eiginkona Norman Whiteside, var nefnilega fljót að benda bæði Marcus Rashfors og Manchester United að metið væri í eigu eiginmanns síns. Norman Whiteside var nefnilega aðeins 21 árs og fjögurra mánaða þegar hann spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United. Norman Whiteside spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchetser United árið 1982 og seinna um sumarið þá bætti hann met Pele og varð sá yngsti til að spila í úrslitakeppni HM. Whiteside spilaði þá með Norður Írlandi á HM á Spáni aðeins 17 ára og 41 dags gamall. Norman Whiteside spilaði alls 274 leiki fyrir Manchester United frá 1982 til 1989 og varð tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu en hann fór þaðan til Everton. Whiteside þótti eitt mesta efnið í sögu Manchester United en þurfti seinna að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna hnémeiðsla. Appreciation tweet for the great Norman Whiteside. Never to be overlooked pic.twitter.com/X4JpvRsili— Marcus Rashford (@MarcusRashford) January 12, 2020 Yngstir til að spila 200 leiki fyrir Manchester United: Norman Whiteside: 21 árs og 4 mánaða George Best: 21 árs og 7 mánaða Ryan Giggs: 21 árs og 9 mánaða Marcus Rashford: 22 ára og 2 mánaða Cristiano Ronaldo: 22 ára og 8 mánaða Wayne Rooney: 22 ára og 11 mánaða Bobby Charlton: 24 ára og 4 mánaða
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira