Ekki tilbúin að kasta norðurslóðasamstarfi fyrir róða Kjartan Kjartansson í Tromsø skrifar 28. janúar 2020 07:00 Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, við upphaf Arctic Frontiers-ráðstefnunnar í gær. Terje Mortensen/Arctic Frontiers 2020 Norðurskautsráðið hefur þjónað aðildarríkjum sínum vel og engin ástæða er til þess að kasta núverandi samvinnuvettvangi fyrir róða, að mati utanríkisráðherra Noregs. Ráðherrann varði núverandi alþjóðlegt samstarf um norðurslóðir fyrir gagnrýni og áhyggjum um að átök heimsveldanna gætu umturnað því á norðurskautsráðstefnu í Tromsø í gær. Vaxandi spenna á milli stórveldanna Bandaríkjanna, Kína og Rússlands, sem öll eiga aðild að Norðurskautsráðinu, og vaxandi einangrunar- og þjóðernishyggja þeirra var ofarlega á baugi í umræðum við upphaf norðurslóðaráðstefnunnar Arctic Frontiers sem hófst í Tromsö í Norður-Noregi í gær. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum varaði við því að málefni norðurskautsins ættu ekki eftir að verða ósnortin af viðsjám í heimsmálunum. Fullyrti hann að norðurskautsríkin lifðu í blekkingu teldu þau sig geta haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Norski ráðherrann varði núverandi ramma norðurslóðsamstarfsins og árangur sem af því hefur náðst. Ráðstefnugestir á Edge-hótelinu í miðbæ Tromsø fylgjast með umræðum um ástand norðurslóða 2020.Alberto Grohovaz/Arctic Frontiers 2020 Norðurslóðir ekki löglaust einskismannsland Síðasti fundur Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi í maí í fyrra endaði með nokkurri beiskju þar sem að aðildarríkin átta gátu í fyrsta skipti í sögu ráðsins ekki komið sér saman um sameiginlega yfirlýsingu fundarins. Ástæðan var meðal annars andstaða Bandaríkjastjórnar gegn því að loftslagsbreytingum af völdum manna væri gert of hátt undir höfði í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Við upphaf Arctic Frontiers-ráðstefnunnar í gær var rætt um ástand norðurslóða árið 2020 og hvernig breytt staða á alþjóðavettvangi hefur áhrif á samstarf ríkja þar. Sérstaklega var þar vísað til þess hvernig fjarað hefði undan stuðningi við þau alþjóðlegu lög og reglur sem hafa stýrt alþjóðlegri samvinnu frá lokum seinna stríðs, ekki síst eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti, og vaxandi togstreitu á milli Bandaríkjanna annars vegar og Kína og Rússlands hins vegar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði að norðurslóðir einkenndust af friði, stöðugleika og alþjóðlegri samvinnu. Hafnaði hún fullyrðingum sumra um að svæðið væri einskismannsland þar sem lagalegt tómarúm ríkti. Þvert á móti væru alþjóðleg hafréttarlög og alþjóðlegir sáttmálar skýrir um réttindi og skyldur ríkja. Norðurskautsráðið hefði leikið lykilhlutverk í að byggja upp þekkingu og traust á milli ríkja sem og þjónað þeim vel á þeim rúmu tuttugu árum sem það hefur starfað. Bobo Lo ræðir um áskoranir fyrir norðurslóðasamstarf í breyttri heimsmynd þar sem heimsveldi eins og Bandaríkin virðast beina sjónum sínum meira inn á við en áður.Alberto Grohovaz/Arctic Frontiers 2020 Eigi erfiðara uppdráttar gagnvart vaxandi þjóðernishyggju Þessari mynd Søreide af friðsamlegri samvinnu á norðurslóðum var storkað í máli Bobo Lo, sérfræðings í alþjóðasamskiptum sem hefur meðal annars starfað við Alþjóðasamskiptastofnun Frakklands (IFRI), að minnsta kosti þegar til framtíðar væri litið. Lo sagði að fram að þessu hefðu norðurslóðir vissulega verið lausar við deilur heimsveldanna. Á norðurslóðum hafi alþjóðasamstarf dafnað á sama tíma og það hafi verið í krísu á öðrum vettvangi. Varaði hann við því að vaxandi mikilvægi norðurskautsins innan heimsmálanna gæti grafið undan árangri sem hefði náðst og skapað ný vandamál. „Tími þess að vera þægilega lítt þekkt er liðinn. Loftslagbreytingar eru stærsti einstaki áhrifaþátturinn á heimsstjórnmálavæðingu norðurslóða,“ sagði Lo um málefni norðurskautsins. Norðurslóðir sagði hann ekki lengur einangraðar frá átökum í heimsstjórnmálunum og vísaði þar meðal annars til ágengari stefnu Bandaríkjanna og Rússlands í heimshlutanum. Þá varaði hann við því að ris Kína og vaxandi spenna á milli þess og Bandaríkjanna ætti einnig eftir að koma fram á norðurslóðum. Ólíklegt væri að norðurskautið yrði vettvangur átaka á milli ríkjanna en það gæti orðið fórnarlamb deilna engu að síður. „Það er ekki lengur ljóst hverjar reglurnar eru, hver semur þær og hver fer eftir þeim,“ sagði Lo sem óttast að samstarf ríkja um norðurslóðir eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar gagnvart vaxandi þjóðernishyggju heimsveldanna. Søreide sem úr Hægriflokknum, var viðstödd ráðstefnuna þrátt fyrir umrót í norskum stjórnmálum. Ný ríkisstjórn var kynnt fyrir helgi eftir brotthvarf Framfaraflokksins í kjölfar deilna.Terje Mortensen/Arctic Frontiers 2020 Sammála um 97% utan loftslagsbreytinga Í ljósi þessa lagði Lo til að þörf væri á nýju alþjóðlegu samkomulagi eða vettvangi um norðurskautið. Hann myndi ekki aðeins snerta á rannsóknum og umhverfi heldur einnig öryggismálum. Taldi hann ekki lengur fært að reiða sig á núverandi ramma óbreyttan. Þessu mótmælti Søreide utanríkisráðherra og sagði ekkert benda til þess að núverandi samráð og samningar ríkja um norðurslóðir ættu ekki eftir að halda í breyttum heimi. Það væru sameiginlegir hagsmunir allra ríkja, smárra sem stórra. Gerði hún lítið úr ágreiningnum sem setti síðasta fund Norðurskautsráðsins úr skorðum og varð til þess að í fyrsta skipti var ekki eining um sameiginlega yfirlýsingu. Fullyrti hún að ríkin hefðu verið sammála um 97% efni yfirlýsingarinnar utan loftslagsbreytinga. Vinna á vegum ráðsins varðandi loftslagsbreytingar haldi engu að síður áfram. Sagðist Søreide lítast illa á að gera nýja samninga og reglur um norðurslóðir, þeirra væri ekki þörf. Lagði hún áherslu á þann ramma um samstarfið sem þegar væri fyrir hendi. Það sem virkaði áður ólíklegt til að virka áfram Lo sagðist á móti hafa áhyggjur af því að tekið væri skref aftur á bak ef engar breytingar yrðu gerðar á norðurslóðasamstarfi ríkja heims. Taldi hann það „blekkingu“ að halda að núverandi samstarf ætti eftir að duga til í nýrri skipan heimsmála sem hann telur að sé að verða til. Fram að þessu hafi gengið vel í norðurslóðasamstarfi vegna þess að ástandið í alþjóðastjórnmálum hafi verið fyrirsjáanlegt. Nú sé ástandið orðið óútreiknanlegra. „Það er ekki valkostur að standa í stað. Heimurinn er að breytast svo hratt að það sem virkaði áður er ólíklegt til að virka áfram,“ sagði Lo. Søreide var á öðru máli. Væri staðan virkilega eins og Lo lýsti og alþjóðleg samvinna væri orðin erfiðari vegna aukinnar einangrunar- eða þjóðernishyggju heimsveldanna, hverjar væru þá líkurnar á að hægt væri að ná samkomulagi um nýjan vettvang og regluverk fyrir norðurskautið? Benti ráðherrann á að engar verulegar deilur væru um landsvæði á norðurskautum eða fullveldi ríkja. „Hvers vegna er þá þörf á að taka þessar viðræður aftur upp?“ spurði Søreide sem taldi ekki rétt að henda samstarfi sem hefði gefið góða raun á haugana. Loftslagsmál Norðurslóðir Noregur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Norðurskautsráðið hefur þjónað aðildarríkjum sínum vel og engin ástæða er til þess að kasta núverandi samvinnuvettvangi fyrir róða, að mati utanríkisráðherra Noregs. Ráðherrann varði núverandi alþjóðlegt samstarf um norðurslóðir fyrir gagnrýni og áhyggjum um að átök heimsveldanna gætu umturnað því á norðurskautsráðstefnu í Tromsø í gær. Vaxandi spenna á milli stórveldanna Bandaríkjanna, Kína og Rússlands, sem öll eiga aðild að Norðurskautsráðinu, og vaxandi einangrunar- og þjóðernishyggja þeirra var ofarlega á baugi í umræðum við upphaf norðurslóðaráðstefnunnar Arctic Frontiers sem hófst í Tromsö í Norður-Noregi í gær. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum varaði við því að málefni norðurskautsins ættu ekki eftir að verða ósnortin af viðsjám í heimsmálunum. Fullyrti hann að norðurskautsríkin lifðu í blekkingu teldu þau sig geta haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Norski ráðherrann varði núverandi ramma norðurslóðsamstarfsins og árangur sem af því hefur náðst. Ráðstefnugestir á Edge-hótelinu í miðbæ Tromsø fylgjast með umræðum um ástand norðurslóða 2020.Alberto Grohovaz/Arctic Frontiers 2020 Norðurslóðir ekki löglaust einskismannsland Síðasti fundur Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi í maí í fyrra endaði með nokkurri beiskju þar sem að aðildarríkin átta gátu í fyrsta skipti í sögu ráðsins ekki komið sér saman um sameiginlega yfirlýsingu fundarins. Ástæðan var meðal annars andstaða Bandaríkjastjórnar gegn því að loftslagsbreytingum af völdum manna væri gert of hátt undir höfði í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Við upphaf Arctic Frontiers-ráðstefnunnar í gær var rætt um ástand norðurslóða árið 2020 og hvernig breytt staða á alþjóðavettvangi hefur áhrif á samstarf ríkja þar. Sérstaklega var þar vísað til þess hvernig fjarað hefði undan stuðningi við þau alþjóðlegu lög og reglur sem hafa stýrt alþjóðlegri samvinnu frá lokum seinna stríðs, ekki síst eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti, og vaxandi togstreitu á milli Bandaríkjanna annars vegar og Kína og Rússlands hins vegar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði að norðurslóðir einkenndust af friði, stöðugleika og alþjóðlegri samvinnu. Hafnaði hún fullyrðingum sumra um að svæðið væri einskismannsland þar sem lagalegt tómarúm ríkti. Þvert á móti væru alþjóðleg hafréttarlög og alþjóðlegir sáttmálar skýrir um réttindi og skyldur ríkja. Norðurskautsráðið hefði leikið lykilhlutverk í að byggja upp þekkingu og traust á milli ríkja sem og þjónað þeim vel á þeim rúmu tuttugu árum sem það hefur starfað. Bobo Lo ræðir um áskoranir fyrir norðurslóðasamstarf í breyttri heimsmynd þar sem heimsveldi eins og Bandaríkin virðast beina sjónum sínum meira inn á við en áður.Alberto Grohovaz/Arctic Frontiers 2020 Eigi erfiðara uppdráttar gagnvart vaxandi þjóðernishyggju Þessari mynd Søreide af friðsamlegri samvinnu á norðurslóðum var storkað í máli Bobo Lo, sérfræðings í alþjóðasamskiptum sem hefur meðal annars starfað við Alþjóðasamskiptastofnun Frakklands (IFRI), að minnsta kosti þegar til framtíðar væri litið. Lo sagði að fram að þessu hefðu norðurslóðir vissulega verið lausar við deilur heimsveldanna. Á norðurslóðum hafi alþjóðasamstarf dafnað á sama tíma og það hafi verið í krísu á öðrum vettvangi. Varaði hann við því að vaxandi mikilvægi norðurskautsins innan heimsmálanna gæti grafið undan árangri sem hefði náðst og skapað ný vandamál. „Tími þess að vera þægilega lítt þekkt er liðinn. Loftslagbreytingar eru stærsti einstaki áhrifaþátturinn á heimsstjórnmálavæðingu norðurslóða,“ sagði Lo um málefni norðurskautsins. Norðurslóðir sagði hann ekki lengur einangraðar frá átökum í heimsstjórnmálunum og vísaði þar meðal annars til ágengari stefnu Bandaríkjanna og Rússlands í heimshlutanum. Þá varaði hann við því að ris Kína og vaxandi spenna á milli þess og Bandaríkjanna ætti einnig eftir að koma fram á norðurslóðum. Ólíklegt væri að norðurskautið yrði vettvangur átaka á milli ríkjanna en það gæti orðið fórnarlamb deilna engu að síður. „Það er ekki lengur ljóst hverjar reglurnar eru, hver semur þær og hver fer eftir þeim,“ sagði Lo sem óttast að samstarf ríkja um norðurslóðir eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar gagnvart vaxandi þjóðernishyggju heimsveldanna. Søreide sem úr Hægriflokknum, var viðstödd ráðstefnuna þrátt fyrir umrót í norskum stjórnmálum. Ný ríkisstjórn var kynnt fyrir helgi eftir brotthvarf Framfaraflokksins í kjölfar deilna.Terje Mortensen/Arctic Frontiers 2020 Sammála um 97% utan loftslagsbreytinga Í ljósi þessa lagði Lo til að þörf væri á nýju alþjóðlegu samkomulagi eða vettvangi um norðurskautið. Hann myndi ekki aðeins snerta á rannsóknum og umhverfi heldur einnig öryggismálum. Taldi hann ekki lengur fært að reiða sig á núverandi ramma óbreyttan. Þessu mótmælti Søreide utanríkisráðherra og sagði ekkert benda til þess að núverandi samráð og samningar ríkja um norðurslóðir ættu ekki eftir að halda í breyttum heimi. Það væru sameiginlegir hagsmunir allra ríkja, smárra sem stórra. Gerði hún lítið úr ágreiningnum sem setti síðasta fund Norðurskautsráðsins úr skorðum og varð til þess að í fyrsta skipti var ekki eining um sameiginlega yfirlýsingu. Fullyrti hún að ríkin hefðu verið sammála um 97% efni yfirlýsingarinnar utan loftslagsbreytinga. Vinna á vegum ráðsins varðandi loftslagsbreytingar haldi engu að síður áfram. Sagðist Søreide lítast illa á að gera nýja samninga og reglur um norðurslóðir, þeirra væri ekki þörf. Lagði hún áherslu á þann ramma um samstarfið sem þegar væri fyrir hendi. Það sem virkaði áður ólíklegt til að virka áfram Lo sagðist á móti hafa áhyggjur af því að tekið væri skref aftur á bak ef engar breytingar yrðu gerðar á norðurslóðasamstarfi ríkja heims. Taldi hann það „blekkingu“ að halda að núverandi samstarf ætti eftir að duga til í nýrri skipan heimsmála sem hann telur að sé að verða til. Fram að þessu hafi gengið vel í norðurslóðasamstarfi vegna þess að ástandið í alþjóðastjórnmálum hafi verið fyrirsjáanlegt. Nú sé ástandið orðið óútreiknanlegra. „Það er ekki valkostur að standa í stað. Heimurinn er að breytast svo hratt að það sem virkaði áður er ólíklegt til að virka áfram,“ sagði Lo. Søreide var á öðru máli. Væri staðan virkilega eins og Lo lýsti og alþjóðleg samvinna væri orðin erfiðari vegna aukinnar einangrunar- eða þjóðernishyggju heimsveldanna, hverjar væru þá líkurnar á að hægt væri að ná samkomulagi um nýjan vettvang og regluverk fyrir norðurskautið? Benti ráðherrann á að engar verulegar deilur væru um landsvæði á norðurskautum eða fullveldi ríkja. „Hvers vegna er þá þörf á að taka þessar viðræður aftur upp?“ spurði Søreide sem taldi ekki rétt að henda samstarfi sem hefði gefið góða raun á haugana.
Loftslagsmál Norðurslóðir Noregur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira