Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 00:01 Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, í ræðustól í dag. Vísir/Getty Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira