Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 10:00 Marcus Rashford liggur hér sárþjáður í grasinu eftir að hafa meiðst á baki í bikarleik á móti Úlfunum. Getty/Alex Livesey Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira