Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 09:53 Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu. Skjáskot/YouTube Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent