Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Samúel Karl Ólason og Sylvía Hall skrifa 7. febrúar 2020 22:57 Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu. AP/Andrew Harnik Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. Vindman er einn þeirra sem báru vitni gegn Donald Trump, forseta í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans. Framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Efuðust þeir um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Trump var sýknaður á miðvikudaginn og hefur síðan þá heitið hefndum. Lögmenn Vindman segja að bróður hans, sem er lögfræðingur hjá Þjóðaröryggisráðinu, hafi einnig verið fylgt úr Hvíta húsinu. Hann var þó ekki vitni gegn Trump. Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Fyrr í dag sagði Trump við blaðamenn að hann væri ekki ánægður með Alexander Vindman en það væri forsvarsmanna Þjóðaröryggisráðsins að ákveða næstu skref. Nokkrum klukkustundum síðar var forsetinn farinn að deila tístum þar sem kallað var eftir því að Vindmann yrði vikið úr starfi hið snarasta. Hér að neðan má sjá eitt tístanna sem forsetinn deildi. I’d fire him. I listened to his testimony in the SCIF. He’s a leaker, not a whistleblower. Vindman was upset that @realDonaldTrump didn’t follow the script Vindman prepared for the phone call. Current Commander in Chief doesn’t take orders from a Lt. Col.!https://t.co/a9KYrfiVFN— Thomas Massie (@RepThomasMassie) February 7, 2020 Vindman var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu möguleg embættisbrot Trump og tilraunir hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing. Einn lögmanna Vindman segir þetta skýrar pólitískar hefndaraðgerðir. Það leiki enginn vafi á því hvers vegna hann hefði misst starf sitt. „Sannleikurinn hefur kostað Alexander Vindman starf hans, starfsferil og einkalíf,“ sagði lögmaðurinn David Pressman í yfirlýsingu. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. Vindman er einn þeirra sem báru vitni gegn Donald Trump, forseta í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans. Framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Efuðust þeir um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Trump var sýknaður á miðvikudaginn og hefur síðan þá heitið hefndum. Lögmenn Vindman segja að bróður hans, sem er lögfræðingur hjá Þjóðaröryggisráðinu, hafi einnig verið fylgt úr Hvíta húsinu. Hann var þó ekki vitni gegn Trump. Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Fyrr í dag sagði Trump við blaðamenn að hann væri ekki ánægður með Alexander Vindman en það væri forsvarsmanna Þjóðaröryggisráðsins að ákveða næstu skref. Nokkrum klukkustundum síðar var forsetinn farinn að deila tístum þar sem kallað var eftir því að Vindmann yrði vikið úr starfi hið snarasta. Hér að neðan má sjá eitt tístanna sem forsetinn deildi. I’d fire him. I listened to his testimony in the SCIF. He’s a leaker, not a whistleblower. Vindman was upset that @realDonaldTrump didn’t follow the script Vindman prepared for the phone call. Current Commander in Chief doesn’t take orders from a Lt. Col.!https://t.co/a9KYrfiVFN— Thomas Massie (@RepThomasMassie) February 7, 2020 Vindman var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu möguleg embættisbrot Trump og tilraunir hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing. Einn lögmanna Vindman segir þetta skýrar pólitískar hefndaraðgerðir. Það leiki enginn vafi á því hvers vegna hann hefði misst starf sitt. „Sannleikurinn hefur kostað Alexander Vindman starf hans, starfsferil og einkalíf,“ sagði lögmaðurinn David Pressman í yfirlýsingu.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45
Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30
Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30