Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:48 Nancy Pelosi klappar eftirminnilega fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir stefnuræðu hans í fyrra. Þá voru demókratar nýteknir við meirihluta í fulltrúadeildinni. Vísir/Getty Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira