Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 23:26 Tony Abbott var forsætisráðherra Ástralíu þegar flugvél Malaysian Airlines MH370 hvarf. getty/Stefan Postles Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu. Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu.
Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07
Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35