Taívönsk yfirvöld hafa greint frá fyrsta dauðsfalli af völdum Covid-19 veirunnar á eyjunni. Um er að ræða fimmta dauðsfallið utan meginlands Kína.
Heilbrigðisráðherra Taívan, Chen Shih-chung, greindi frá því á blaðamannafundi að hinn látni væri 61 árs gamall leigubílsstjóri en hann glímdi einnig við sykursýki og lifrarbólgu-b.
Guardian greinir frá að maðurinn hafi ekki ferðast utan Taívan en kúnnar hans voru að mestu fólk frá meginlandi Kína, Hong Kong og Makaó.
Maðurinn var einn þeirra tuttugu sem greinst hafa með veiruna í Taívan en á meðal þeirra er einnig einn fjölskyldumeðlima hins látna. Alls hafa 1665 látist í Kína vegna veirunnar og hafa yfir 68 þúsund tilvik verið staðfest.
Erlent