Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 06:15 Sanders ávarpar stuðningsmenn sína í New Hampshire í nótt. vísir/getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. Því lauk í nótt að íslenskum tíma. Hinn róttæki Sanders hafði betur en þau Pete Buttigieg, sem hafnaði í öðru sæti, og Amy Klobuchar, sem varð þriðja í forvalinu. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Massachusetts, varð í fjórða sæti en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefði án efa viljað gera betur en að verða sá fimmti í röðinni. Þykja úrslitin í forvalinu áfall fyrir Biden. Frumkvöðullinn Andrew Yang og öldunadeildarþingmaðurinn Michael Bennett hættu báðir þátttöku í forvalinu eftir að úrslit voru kynnt í New Hampshire. Alls greiddu 280 þúsund Demókratar atkvæði í forvalinu í gær og hlaut Sanders 26% atkvæða. Þegar búið að er telja 95% atkvæða munar aðeins 1,6% á Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, og Sanders, eða um 4.300 atkvæðum. Munu þeir báðir fá alls níu fulltrúa á landsþing Demókrata síðar á árinu en forsetaframbjóðandi flokksins er útnefndur á þinginu. Sanders fagnaði frábærum sigri þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Manchester í New Hampshire í nótt. „Þessi sigur er upphafið að endalokunum fyrir Donald Trump,“ sagði Sanders og lofaði að búa til áður óséða hreyfingu þar sem allir kynþættir og allar kynslóðir kæmu saman til þess að sigra sitjandi Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. Því lauk í nótt að íslenskum tíma. Hinn róttæki Sanders hafði betur en þau Pete Buttigieg, sem hafnaði í öðru sæti, og Amy Klobuchar, sem varð þriðja í forvalinu. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Massachusetts, varð í fjórða sæti en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefði án efa viljað gera betur en að verða sá fimmti í röðinni. Þykja úrslitin í forvalinu áfall fyrir Biden. Frumkvöðullinn Andrew Yang og öldunadeildarþingmaðurinn Michael Bennett hættu báðir þátttöku í forvalinu eftir að úrslit voru kynnt í New Hampshire. Alls greiddu 280 þúsund Demókratar atkvæði í forvalinu í gær og hlaut Sanders 26% atkvæða. Þegar búið að er telja 95% atkvæða munar aðeins 1,6% á Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, og Sanders, eða um 4.300 atkvæðum. Munu þeir báðir fá alls níu fulltrúa á landsþing Demókrata síðar á árinu en forsetaframbjóðandi flokksins er útnefndur á þinginu. Sanders fagnaði frábærum sigri þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Manchester í New Hampshire í nótt. „Þessi sigur er upphafið að endalokunum fyrir Donald Trump,“ sagði Sanders og lofaði að búa til áður óséða hreyfingu þar sem allir kynþættir og allar kynslóðir kæmu saman til þess að sigra sitjandi Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira