Telja rauðar pöndur tvöfaldar í roðinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 12:16 Tveir rauðpönduhúnar í dýragarði í Zagreb í Króatíu. Báðar tegundir pöndunnar eru taldar í bráðri útrýmingarhættu. Vísir/EPA Vísindamenn segjast hafa staðfest grun sinn um að rauðar pöndur sem eru innfæddar í Asíu séu í raun tvær ólíkar tegundir en ekki ein. Uppgötvunin þýði að aðgerðir til að vernda tegundirnar sem eru þegar í útrýmingarhættu séu enn brýnni en ella. Lengi hefur verið talið á grundvelli útlits þeirra að tvö afbrigði rauðra panda séu til. Vísindamenn hefur hins vegar skort beinharðar sannanir fyrir því. Erfðarannsóknir á pöndunum hefur nú leitt í ljós að þær skiptast í raun í tvær tegundir og er það rakið til þess að fljót tvístraði stofninum fyrir um 250.000 árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska rauðar pöndur eru þannig með rauðari feld og röndótta hringi á skottinu en rauðar Himalajapöndur eru með hvítleitari fés. Rauðar pöndur lifa í skóglendi í fjöllum Kína, Indlands, Bútans og Búrma. Aðeins nokkur þúsund rauðar pöndur eru eftir og fer þeim fækkandi. Veiðar og tap búsvæða ógnar tilvist þeirra og segja vísindamenn nýjustu uppgötvunina undirstrika mikilvæg verndunaraðgerða, sérstaklega fyrir rauðu Himalajapönduna. Stofn hennar sé minni og erfðafræðilegur fjölbreytileiki tegundarinnar sé takmarkaðri en þeirrar kínversku. Þrátt fyrir nafnið er rauða pandan ekki náskyld risapöndunni. Hún er lítið spendýr sem líkist birni, lifir í trjám og þrífst á bambusi. Dýrin eru vernduð í öllum ríkjunum sem þær lifa í. Engu að síður halda ólöglegar veiðar áfram til að seðja markað fyrir feldina í suðvesturhluta Kína. Hattar úr feldi þeirra eru taldir lukkugripir fyrir nýgift hjón í Kína. Veiðar og tap búsvæða ógna rauðu pöndunni í Asíu.Vísir/EPA Dýr Kína Vísindi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Vísindamenn segjast hafa staðfest grun sinn um að rauðar pöndur sem eru innfæddar í Asíu séu í raun tvær ólíkar tegundir en ekki ein. Uppgötvunin þýði að aðgerðir til að vernda tegundirnar sem eru þegar í útrýmingarhættu séu enn brýnni en ella. Lengi hefur verið talið á grundvelli útlits þeirra að tvö afbrigði rauðra panda séu til. Vísindamenn hefur hins vegar skort beinharðar sannanir fyrir því. Erfðarannsóknir á pöndunum hefur nú leitt í ljós að þær skiptast í raun í tvær tegundir og er það rakið til þess að fljót tvístraði stofninum fyrir um 250.000 árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska rauðar pöndur eru þannig með rauðari feld og röndótta hringi á skottinu en rauðar Himalajapöndur eru með hvítleitari fés. Rauðar pöndur lifa í skóglendi í fjöllum Kína, Indlands, Bútans og Búrma. Aðeins nokkur þúsund rauðar pöndur eru eftir og fer þeim fækkandi. Veiðar og tap búsvæða ógnar tilvist þeirra og segja vísindamenn nýjustu uppgötvunina undirstrika mikilvæg verndunaraðgerða, sérstaklega fyrir rauðu Himalajapönduna. Stofn hennar sé minni og erfðafræðilegur fjölbreytileiki tegundarinnar sé takmarkaðri en þeirrar kínversku. Þrátt fyrir nafnið er rauða pandan ekki náskyld risapöndunni. Hún er lítið spendýr sem líkist birni, lifir í trjám og þrífst á bambusi. Dýrin eru vernduð í öllum ríkjunum sem þær lifa í. Engu að síður halda ólöglegar veiðar áfram til að seðja markað fyrir feldina í suðvesturhluta Kína. Hattar úr feldi þeirra eru taldir lukkugripir fyrir nýgift hjón í Kína. Veiðar og tap búsvæða ógna rauðu pöndunni í Asíu.Vísir/EPA
Dýr Kína Vísindi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira