Versta útreið flokks Merkel í sambandslandskosningum Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:44 Katharina Fegebank, odddviti Græningja og varaborgarstjóri Hamborgar, (t.v.) og Annalena Baerbock, formaður flokksins, fögnuðu úrslitunum í gærkvöldi. AP/Kay Nietfield/DPA Græningjar eru taldir helstu sigurvegarar í sambandslandskosningum í Hamborg þar sem Kristilegi demókrataflokkur (CDU) Angelu Merkel kanslara hlaut sína verstu útreið frá upphafi um helgina. Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) tapaði fylgi en gæti enn náð fólki inn á sambandsþingið. CDU er í leiðtogakreppu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer sagði af sér fyrr í þessum mánuði. Henni hafði verið stillt upp sem arftaka Merkel sem hefur leitt flokkinn um árabil. Bráðabirgðatölur benda til þess að CDU sé aðeins þriðji stærsti flokkurinn í Hamborg með um 11% atkvæða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Ziemiak, aðalritari CDU, vísar til afsagnar Kramp-Karrenbauer og hneykslismáls þar sem fulltrúar flokksins í Þýringalandi tóku höndum saman við fulltrúa AfD um kjör á forseta sambandslandsins. Sagði hann daginn „beiskan“ fyrir flokkinn. Sósíaldemókratar (SPD) héldu velli sem stærsti flokkurinn í Hamborg með um 39,1% atkvæða þrátt fyrir að þeir töpuðu um sex prósentustigum frá kosningunum árið 2015. Græningjar unnu mikið á og fengu um 24,1% atkvæða. Líklegt er að flokkarnir vinni áfram saman í sambandslandsstjórn. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14 Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Græningjar eru taldir helstu sigurvegarar í sambandslandskosningum í Hamborg þar sem Kristilegi demókrataflokkur (CDU) Angelu Merkel kanslara hlaut sína verstu útreið frá upphafi um helgina. Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) tapaði fylgi en gæti enn náð fólki inn á sambandsþingið. CDU er í leiðtogakreppu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer sagði af sér fyrr í þessum mánuði. Henni hafði verið stillt upp sem arftaka Merkel sem hefur leitt flokkinn um árabil. Bráðabirgðatölur benda til þess að CDU sé aðeins þriðji stærsti flokkurinn í Hamborg með um 11% atkvæða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Ziemiak, aðalritari CDU, vísar til afsagnar Kramp-Karrenbauer og hneykslismáls þar sem fulltrúar flokksins í Þýringalandi tóku höndum saman við fulltrúa AfD um kjör á forseta sambandslandsins. Sagði hann daginn „beiskan“ fyrir flokkinn. Sósíaldemókratar (SPD) héldu velli sem stærsti flokkurinn í Hamborg með um 39,1% atkvæða þrátt fyrir að þeir töpuðu um sex prósentustigum frá kosningunum árið 2015. Græningjar unnu mikið á og fengu um 24,1% atkvæða. Líklegt er að flokkarnir vinni áfram saman í sambandslandsstjórn.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14 Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56
Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00