Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. AÐSEND Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantar mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Þriðja dauðsfallið er staðfest á Ítalíu af völdum veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, nær 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi skömmu fyrir fréttir. Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám. Hún segir mikla óvissu ríkja á Norður-Ítalíu. „Það er mjög mikil hræðsla yfir öllum og mikil óvissa um hvað gerist næst, allir eru mjög kvíðnir. Sameigendur mínir eru annað hvort búnir að flýja upp í fjöll og ætla að einangra sig þar og svo ætla einhverjir að fljúga til heimalandsins,“ sagði Anna S. Bergmann Helgadóttir, nemi í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. Sjálf hefur Anna ekki farið út úr húsi í þrjá daga. Hún segir afar fáa á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. „Ég á nóg af mat og vatni. Ég pantaði mér það á netinu frá matvöruverslun. Ég fæ vörurnar afhendar seinna í dag. Það eru allir að gera það sama. Gera ráðstafanir. Ég hef heyrt að búðarhillurnar séu að tæmast. Mér líður hreint út sagt alveg hræðilega. Ég er með kvíðahnút í maganum og það er aðallega út af þessari óvissu. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég veit ekki hvort ég megi fara út þannig að þetta er rosalega óþægilegt,“ sagði Anna. Íslendingar erlendis Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantar mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Þriðja dauðsfallið er staðfest á Ítalíu af völdum veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, nær 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi skömmu fyrir fréttir. Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám. Hún segir mikla óvissu ríkja á Norður-Ítalíu. „Það er mjög mikil hræðsla yfir öllum og mikil óvissa um hvað gerist næst, allir eru mjög kvíðnir. Sameigendur mínir eru annað hvort búnir að flýja upp í fjöll og ætla að einangra sig þar og svo ætla einhverjir að fljúga til heimalandsins,“ sagði Anna S. Bergmann Helgadóttir, nemi í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. Sjálf hefur Anna ekki farið út úr húsi í þrjá daga. Hún segir afar fáa á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. „Ég á nóg af mat og vatni. Ég pantaði mér það á netinu frá matvöruverslun. Ég fæ vörurnar afhendar seinna í dag. Það eru allir að gera það sama. Gera ráðstafanir. Ég hef heyrt að búðarhillurnar séu að tæmast. Mér líður hreint út sagt alveg hræðilega. Ég er með kvíðahnút í maganum og það er aðallega út af þessari óvissu. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég veit ekki hvort ég megi fara út þannig að þetta er rosalega óþægilegt,“ sagði Anna.
Íslendingar erlendis Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18
Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46