Vonir standa til að stríðsátökin í Suður-Súdan séu á enda eftir að samkomulag náðist milli stjórnvalda og uppreisnarmanna.
Samkvæmt samkomulaginu verður Riek Machar, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, nýr varaforseti landsins, en Salva Kiir mun áfram gegna forsetaembættinu.
Kiir og Machar funduðu á fimmtudaginn þar sem þeir komu sér saman um myndun þjóðstjórnar. Er því ætlað að binda enda á borgarastríðinu sem geisað hefur í landinu í sex ár.
Alls hafa um 400 þúsund manns látið lífið í stríðinu sem hefur orðið til þess að gríðarlegur fjöldi fólks hefur þurft að leggjast á flótta.
Samkomulaginu hefur verið tekið með nokkrum fyrirvara, enda hafa fyrri samningar stjórnvalda og uppreisnarmanna orðið að engu.