SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 14:30 Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Vísir/AP Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sækir þar fram gegn uppreisnar- og vígamönnum með stuðningi Rússa. Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Yfirvöld Rússlands segja þó ósatt að þúsundir almennra borgara séu á flótta undan sókninni. Það er ekki rétt hjá Rússum. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Það felur í sér að fólkið yrði statt á milli tveggja herja. Reuters segir að fram hafi komið á blaðamannafundi í dag að fjölskyldur sofa úti við og þau brenni rusl til að halda á sér hita. Þá er vitað til þess að einhver börn hafi orðið úti. Þá færist átökin sífellt nær fólkinu. Loftárásir eru reglulegar í Idlib og hafa þær valdið miklu mannfalli meðal almennra borgara. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mikið magn hjálparbirgða til Idlib en erfiðlega gengur að koma þeim til flóttafólks vegna átakanna, veðurs og umferðar. Hér má sjá stutt viðtal við Mark Cutts frá UNOCHA um stöðuna í Idlib Þar að neðan má svo sjá samanburðarmynd frá landamærum Sýrlands og Tyrklands sem sýnir hve mikið flóttamannabúðir þar hafa stækkað á einu ári. Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020. UN deputy humanitarian coordinator Mark Cutts says the situation in Idlib is "desperate", adding that if airstrikes continue, Syria will face a "bloodbath" and a "massacre" on a scale that has never been seen during the entire civil war. Find out more https://t.co/FFNT42vZccpic.twitter.com/6bK2yoyk3V— Sky News (@SkyNews) February 20, 2020 Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.AP/Maxar Technologies Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sækir þar fram gegn uppreisnar- og vígamönnum með stuðningi Rússa. Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Yfirvöld Rússlands segja þó ósatt að þúsundir almennra borgara séu á flótta undan sókninni. Það er ekki rétt hjá Rússum. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Það felur í sér að fólkið yrði statt á milli tveggja herja. Reuters segir að fram hafi komið á blaðamannafundi í dag að fjölskyldur sofa úti við og þau brenni rusl til að halda á sér hita. Þá er vitað til þess að einhver börn hafi orðið úti. Þá færist átökin sífellt nær fólkinu. Loftárásir eru reglulegar í Idlib og hafa þær valdið miklu mannfalli meðal almennra borgara. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mikið magn hjálparbirgða til Idlib en erfiðlega gengur að koma þeim til flóttafólks vegna átakanna, veðurs og umferðar. Hér má sjá stutt viðtal við Mark Cutts frá UNOCHA um stöðuna í Idlib Þar að neðan má svo sjá samanburðarmynd frá landamærum Sýrlands og Tyrklands sem sýnir hve mikið flóttamannabúðir þar hafa stækkað á einu ári. Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020. UN deputy humanitarian coordinator Mark Cutts says the situation in Idlib is "desperate", adding that if airstrikes continue, Syria will face a "bloodbath" and a "massacre" on a scale that has never been seen during the entire civil war. Find out more https://t.co/FFNT42vZccpic.twitter.com/6bK2yoyk3V— Sky News (@SkyNews) February 20, 2020 Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.AP/Maxar Technologies
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira