Frambjóðendur í fjárhagskröggum Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 12:40 Mike Bloomberg, til vinstri, og Bernie Sanders, til hægri, eru þeir einu meðal stóru frambjóðendanna sem virðast eiga nóg í kosningasjóðum sínum. AP/John Locher Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Sjá meira