Finnar telja sig hafa slátrað timburmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 14:59 Þessi fyrirsæta gæti verið að fá sér afréttara. Finnarnir vilja hins vegar meina að amínósýran þeirra geri hann óþarfan. getty/peter dazeley Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru. Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru.
Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira