Tveggja turna tal á „ofurþriðjudegi“ Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. mars 2020 08:15 Bernie Sanders og Joe Biden. AP/Patrick Semansky Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag. Þá ganga kjósendur Demókrataflokksins að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali flokksins fyrir komandi forsetakosningar. Nú virðist valið aðallega standa á milli Bernie Sanders og Joe Biden en Biden fékk liðsstyrk í gær þegar þrír áhrifamenn lýstu yfir stuðningi við hann. Þau Amy Klobuchar, sem sjálf dró framboð sitt til baka í gær, Pete Buttigieg, sem gerði slíkt hið sama í gær og Beto O'Rourke, sem hætti snemma í kapphlaupinu, sögðust öll styðja við bakið á Biden og því virðist slagurinn standa á milli hans og Sanders. Fleiri eru þó enn í keppninni, þau Elizabeth Warren, Michael Bloomberg og Tulsi Gabbard. Eins og staðan er nú er Sanders kominn með 60 landsfundarfulltrúa, Biden er með 54 og Warren átta. En í ljósi þess að heil fjórtán ríki efna til kosninga í dag gæti staðan þó breyst töluvert á morgun þar sem heilir 1344 fulltrúar eru í boði. Hingað til er einungis búið að veita 155 landsfundarfulltrúa. What’s missing from our politics right now? Empathy. Caring. A sacred trust between the citizens and their President. That’s what @JoeBiden will restore. Joe Biden knows you, and he’s going to fight for you. pic.twitter.com/eT4TI5Wwhi— Amy Klobuchar (@amyklobuchar) March 3, 2020 Helsta markmið Biden í dag er að ná í hælana á Sanders sem hefur náð mikilli velgengni í forvalinu. Sigur Biden í Suður-Karólínu hleypti nýju lífi í framboð hans eftir slæmt gengi í upphafi forvalsins. Sanders þykir lang líklegastur til að sigra í Kaliforníu, stærsta ríki dagsins, en þeir mælast um það bil jafnir í Texas. 415 landsfundarfulltrúar eru í boði í Kaliforníu og 228 í Texas. Starfsmenn framboðs Biden og stuðningsmenn hans þykjast vissir um að Biden muni ganga vel í dag og vísa sérstaklega til þess að fjölbreytni er mikil í ríkjunum þar sem forvalið fer fram, miðað við þau þar sem forvalið hefur þegar farið fram. The only way we beat Trump is through a politics that reflects the decency of the American people. It’s what we sought to practice in my campaign—and it’s what @JoeBiden has practiced his whole life. I'm proud to stand with the VP and help make him our next Commander-in-Chief. pic.twitter.com/Y9SqDLZS0g— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) March 3, 2020 Þeir eru þó ekki þeir einu sem eru að bjóða sig fram, eins og áður hefur komið fram. Í dag verður í fyrsta sinn sem Bloomberg verður á kjörseðlum í forvalinu, eftir að hann er búinn að verja gífurlegu magni fjár í kosningabaráttuna og auglýsingar. Þá hefur auðjöfurinn varið miklum tíma í Alabama, Arkansas, Norður-Karólínu, Virginíu, Tennessee og Texas og vonast hann til þess að ná sigri í minnst einu ríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21 Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00 Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00 Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag. Þá ganga kjósendur Demókrataflokksins að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali flokksins fyrir komandi forsetakosningar. Nú virðist valið aðallega standa á milli Bernie Sanders og Joe Biden en Biden fékk liðsstyrk í gær þegar þrír áhrifamenn lýstu yfir stuðningi við hann. Þau Amy Klobuchar, sem sjálf dró framboð sitt til baka í gær, Pete Buttigieg, sem gerði slíkt hið sama í gær og Beto O'Rourke, sem hætti snemma í kapphlaupinu, sögðust öll styðja við bakið á Biden og því virðist slagurinn standa á milli hans og Sanders. Fleiri eru þó enn í keppninni, þau Elizabeth Warren, Michael Bloomberg og Tulsi Gabbard. Eins og staðan er nú er Sanders kominn með 60 landsfundarfulltrúa, Biden er með 54 og Warren átta. En í ljósi þess að heil fjórtán ríki efna til kosninga í dag gæti staðan þó breyst töluvert á morgun þar sem heilir 1344 fulltrúar eru í boði. Hingað til er einungis búið að veita 155 landsfundarfulltrúa. What’s missing from our politics right now? Empathy. Caring. A sacred trust between the citizens and their President. That’s what @JoeBiden will restore. Joe Biden knows you, and he’s going to fight for you. pic.twitter.com/eT4TI5Wwhi— Amy Klobuchar (@amyklobuchar) March 3, 2020 Helsta markmið Biden í dag er að ná í hælana á Sanders sem hefur náð mikilli velgengni í forvalinu. Sigur Biden í Suður-Karólínu hleypti nýju lífi í framboð hans eftir slæmt gengi í upphafi forvalsins. Sanders þykir lang líklegastur til að sigra í Kaliforníu, stærsta ríki dagsins, en þeir mælast um það bil jafnir í Texas. 415 landsfundarfulltrúar eru í boði í Kaliforníu og 228 í Texas. Starfsmenn framboðs Biden og stuðningsmenn hans þykjast vissir um að Biden muni ganga vel í dag og vísa sérstaklega til þess að fjölbreytni er mikil í ríkjunum þar sem forvalið fer fram, miðað við þau þar sem forvalið hefur þegar farið fram. The only way we beat Trump is through a politics that reflects the decency of the American people. It’s what we sought to practice in my campaign—and it’s what @JoeBiden has practiced his whole life. I'm proud to stand with the VP and help make him our next Commander-in-Chief. pic.twitter.com/Y9SqDLZS0g— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) March 3, 2020 Þeir eru þó ekki þeir einu sem eru að bjóða sig fram, eins og áður hefur komið fram. Í dag verður í fyrsta sinn sem Bloomberg verður á kjörseðlum í forvalinu, eftir að hann er búinn að verja gífurlegu magni fjár í kosningabaráttuna og auglýsingar. Þá hefur auðjöfurinn varið miklum tíma í Alabama, Arkansas, Norður-Karólínu, Virginíu, Tennessee og Texas og vonast hann til þess að ná sigri í minnst einu ríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21 Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00 Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00 Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21
Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00
Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25
Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00
Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40