Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 08:00 Biden vann sterkan sigur í nótt. Vísir/Getty Joe Biden, forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann stórsigur í forvali flokksins í Suður-Karólínuríki í nótt. Biden hlaut 48,4 prósent atkvæða, en næstur kom öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 19,9 prósent. Með sigrinum tókst Biden að þrengja bilið milli sín og Sanders, en sá síðarnefndi leiðir nú kapphlaup Demókrata ef litið er til kjörmannsígilda. Í nótt fékk Biden 31 kjörmann, en Sanders tíu. Að loknu forvalinu í Suður-Karólínu er Sanders því með 57 kjörmannsígildi, Biden 51, borgarstjórinn Pete Buttigieg 26, öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren 8, og öldungadeildarþingkonan Amy Kloubuchar 7. Aðrir frambjóðendur hafa ekki náð kjörmönnum. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins og verða forsetaefnið sem tekst á við Donald Trump, sitjandi forseta, í kosningunum í haust þarf frambjóðandi að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna, nánar til tekið 1991 slíkan. Takist það ekki gæti farið svo að svokallaðir ofurkjörmenn (e. super delegates) komi sér saman um að velja einhvern annan en þann sem hlaut flest atkvæði frá almenningi í forvalinu. Úrslit næturinnar þykja afar góð fyrir Biden, ekki síst í ljósi þess að næstkomandi þriðjudagur, eða Ofurþriðjudagurinn, er forvalsframbjóðendum afar mikilvægur, en þá fer fram forval í 14 ríkjum Bandaríkjanna. 1344 kjörmenn verða þá á boðstólum, eða 34 prósent af heildarfjölda kjörmanna í forvalinu. Úrslitin í Suður-Karólínu eru talin geta veitt Biden ákveðinn skriðþunga inn í þriðjudaginn. Eftir úrslit næturinnar tilkynnti milljarðamæringurinn og viðskiptamaðurinn Tom Steyer um að hann ætlaði að draga sig út úr forvalinu, en honum hefur ekki enn tekist að ná kjörmanni á blað í þeim fjórum ríkjum þar sem forvalskosningar hafa farið fram. Hann var þriðji í forvalinu í Suður-Karólínu með rúm ellefu prósent atkvæða. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann stórsigur í forvali flokksins í Suður-Karólínuríki í nótt. Biden hlaut 48,4 prósent atkvæða, en næstur kom öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 19,9 prósent. Með sigrinum tókst Biden að þrengja bilið milli sín og Sanders, en sá síðarnefndi leiðir nú kapphlaup Demókrata ef litið er til kjörmannsígilda. Í nótt fékk Biden 31 kjörmann, en Sanders tíu. Að loknu forvalinu í Suður-Karólínu er Sanders því með 57 kjörmannsígildi, Biden 51, borgarstjórinn Pete Buttigieg 26, öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren 8, og öldungadeildarþingkonan Amy Kloubuchar 7. Aðrir frambjóðendur hafa ekki náð kjörmönnum. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins og verða forsetaefnið sem tekst á við Donald Trump, sitjandi forseta, í kosningunum í haust þarf frambjóðandi að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna, nánar til tekið 1991 slíkan. Takist það ekki gæti farið svo að svokallaðir ofurkjörmenn (e. super delegates) komi sér saman um að velja einhvern annan en þann sem hlaut flest atkvæði frá almenningi í forvalinu. Úrslit næturinnar þykja afar góð fyrir Biden, ekki síst í ljósi þess að næstkomandi þriðjudagur, eða Ofurþriðjudagurinn, er forvalsframbjóðendum afar mikilvægur, en þá fer fram forval í 14 ríkjum Bandaríkjanna. 1344 kjörmenn verða þá á boðstólum, eða 34 prósent af heildarfjölda kjörmanna í forvalinu. Úrslitin í Suður-Karólínu eru talin geta veitt Biden ákveðinn skriðþunga inn í þriðjudaginn. Eftir úrslit næturinnar tilkynnti milljarðamæringurinn og viðskiptamaðurinn Tom Steyer um að hann ætlaði að draga sig út úr forvalinu, en honum hefur ekki enn tekist að ná kjörmanni á blað í þeim fjórum ríkjum þar sem forvalskosningar hafa farið fram. Hann var þriðji í forvalinu í Suður-Karólínu með rúm ellefu prósent atkvæða.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira