Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 08:00 Biden vann sterkan sigur í nótt. Vísir/Getty Joe Biden, forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann stórsigur í forvali flokksins í Suður-Karólínuríki í nótt. Biden hlaut 48,4 prósent atkvæða, en næstur kom öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 19,9 prósent. Með sigrinum tókst Biden að þrengja bilið milli sín og Sanders, en sá síðarnefndi leiðir nú kapphlaup Demókrata ef litið er til kjörmannsígilda. Í nótt fékk Biden 31 kjörmann, en Sanders tíu. Að loknu forvalinu í Suður-Karólínu er Sanders því með 57 kjörmannsígildi, Biden 51, borgarstjórinn Pete Buttigieg 26, öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren 8, og öldungadeildarþingkonan Amy Kloubuchar 7. Aðrir frambjóðendur hafa ekki náð kjörmönnum. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins og verða forsetaefnið sem tekst á við Donald Trump, sitjandi forseta, í kosningunum í haust þarf frambjóðandi að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna, nánar til tekið 1991 slíkan. Takist það ekki gæti farið svo að svokallaðir ofurkjörmenn (e. super delegates) komi sér saman um að velja einhvern annan en þann sem hlaut flest atkvæði frá almenningi í forvalinu. Úrslit næturinnar þykja afar góð fyrir Biden, ekki síst í ljósi þess að næstkomandi þriðjudagur, eða Ofurþriðjudagurinn, er forvalsframbjóðendum afar mikilvægur, en þá fer fram forval í 14 ríkjum Bandaríkjanna. 1344 kjörmenn verða þá á boðstólum, eða 34 prósent af heildarfjölda kjörmanna í forvalinu. Úrslitin í Suður-Karólínu eru talin geta veitt Biden ákveðinn skriðþunga inn í þriðjudaginn. Eftir úrslit næturinnar tilkynnti milljarðamæringurinn og viðskiptamaðurinn Tom Steyer um að hann ætlaði að draga sig út úr forvalinu, en honum hefur ekki enn tekist að ná kjörmanni á blað í þeim fjórum ríkjum þar sem forvalskosningar hafa farið fram. Hann var þriðji í forvalinu í Suður-Karólínu með rúm ellefu prósent atkvæða. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann stórsigur í forvali flokksins í Suður-Karólínuríki í nótt. Biden hlaut 48,4 prósent atkvæða, en næstur kom öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 19,9 prósent. Með sigrinum tókst Biden að þrengja bilið milli sín og Sanders, en sá síðarnefndi leiðir nú kapphlaup Demókrata ef litið er til kjörmannsígilda. Í nótt fékk Biden 31 kjörmann, en Sanders tíu. Að loknu forvalinu í Suður-Karólínu er Sanders því með 57 kjörmannsígildi, Biden 51, borgarstjórinn Pete Buttigieg 26, öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren 8, og öldungadeildarþingkonan Amy Kloubuchar 7. Aðrir frambjóðendur hafa ekki náð kjörmönnum. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins og verða forsetaefnið sem tekst á við Donald Trump, sitjandi forseta, í kosningunum í haust þarf frambjóðandi að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna, nánar til tekið 1991 slíkan. Takist það ekki gæti farið svo að svokallaðir ofurkjörmenn (e. super delegates) komi sér saman um að velja einhvern annan en þann sem hlaut flest atkvæði frá almenningi í forvalinu. Úrslit næturinnar þykja afar góð fyrir Biden, ekki síst í ljósi þess að næstkomandi þriðjudagur, eða Ofurþriðjudagurinn, er forvalsframbjóðendum afar mikilvægur, en þá fer fram forval í 14 ríkjum Bandaríkjanna. 1344 kjörmenn verða þá á boðstólum, eða 34 prósent af heildarfjölda kjörmanna í forvalinu. Úrslitin í Suður-Karólínu eru talin geta veitt Biden ákveðinn skriðþunga inn í þriðjudaginn. Eftir úrslit næturinnar tilkynnti milljarðamæringurinn og viðskiptamaðurinn Tom Steyer um að hann ætlaði að draga sig út úr forvalinu, en honum hefur ekki enn tekist að ná kjörmanni á blað í þeim fjórum ríkjum þar sem forvalskosningar hafa farið fram. Hann var þriðji í forvalinu í Suður-Karólínu með rúm ellefu prósent atkvæða.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira