Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 22:48 Paul Rusesabagina og Don Cheadle sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hótel Rúanda. Getty/Sean Gallup Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005.
Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05