Land réttlætis? – Opið bréf til ríkisstjórnarinnar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 8. september 2020 15:00 Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku. Öryrkjar þekkja þessa stöðu vel, þeir hafa aldrei átt kost á mannsæmandi lífi hvorki fyrir sig né börn sín. Þeir hafa lært að engum er treystandi, þeirra von er engin, þeir reyna að vera ekki fyrir, vera ósýnilegir. Huldufólk í landi réttlætis og tækifæra. Staðreyndin er sú að stærstur hluti öryrkja hefur verið á vinnumarkaði, jafnvel í áratugi, alið börn inn í samfélagið og vissulega lagt sitt af mörkum. Þessu fólki er þakkað þeirra framlag með framfærslu sem í dag er rétt um 220.000 kr. útborgaðar (en um 70% öryrkja fá grunnörorkulífeyri eða minna.) Þessi upphæð þarf að duga til að borga húsaleigu, lyf og lækniskostnað, mat og annað sem daglegt líf útheimtir. Við vitum það öll að það hér er á ferðinni ákveðinn ómöguleiki. Við vitum það líka að krafa samtaka launafólks um hækkun grunnatvinnuleysisbóta er lífsnauðsyn. Jafn vel og við vitum að krafa fatlaðs fólks um hækkun örorkulífeyris er neyðarákall fólks í sárri fátækt. Margir hafa lýst skoðunum sínum á hvernig best sé að koma til móts við þá sem lent hafa og munu lenda í atvinnuleysi í kjölfar Covid-19. Rauði þráðurinn þar er að skynsamlegast sé að forða fólki frá skuldavanda og öllum þeim hörmungum sem fylgir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á vordögum að ríkisstjórnin myndi gera meira en minna. ÖBÍ benti á að í þessari alvarlegu krísu mætti ekki skilja neinn eftir. Huga yrði sérstaklega að þeim hópum sem verst standa, sem er fatlað fólk. Ekkert hefur verið gert til að bæta stöðu þess hóps ef frá er talin 20.000 kr. eingreiðsla sem ríkisstjórnin taldi leysti vandamál hans. Velferð fatlaðs fólks heldur ekki vöku fyrir ráðamönnum þjóðarinnar né virðist umræða um um hana ná eyrum þeirra. Enn ber þessi hópur hæsta skatta og mestar skerðingar (jaðarskattar), fólkið sem er með allra lægstu tekjurnar, fólkið sem gerði ekkert af sér til að verðskulda þann þunga dóm að búa í sárri fátækt, hulið ásjónu stjórnvalda, sem virðast ófær um að taka ákvarðanir sem bæta kjör fatlaðs fólks. Það er réttlætismál og skref í átt að jöfnuði að fólk sé ekki hneppt í ánauð fátæktar vegna þess að það skyndilega missti vinnuna. Sama er að segja um þá sem missa starfsgetu eða fæðast fatlaðir, það er réttlætismál að fólk lifi af þeirri framfærslu sem ríkið ákvarðar. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum, þeirra er mátturinn. ÖBÍ tekur undir kröfur samtaka launafólks um hækkun atvinnuleysisbóta, sem eru í dag 289.000 kr. fyrir skatt. Áhyggjur af framfærslu þeirra sem verða að reiða sig á atvinnuleysisbætur eru réttmætar og ætti að taka alvarlega. Því miður fjölgar þeim íslendingum sem geta nú samsamað sig því að ómögulegt sé að lifa af 240.000 kr. Örorkulífeyrisþegar hafa ekkert val þeirra er fátæktin í boði ríkisstjórnarinnar sem skammtar framfærslu lítið yfir 220.000 kr. á mánuði og jafnvel undir 200 þúsundum. Ég fagna því að þjóðin hafi vaknað til vitundar um að framfærsluupphæðir ríkisins sem ná ekki einu sinni lágmarkslaunum sé of lág. Að hætta sé á að fólk lendi í algjörum vítahring vanskila sem geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu og afkomu fólks til ófyrisjáanlegs tíma. Þjóðin hefur vaknað, að undanskildum ráðamönnum okkar. Vonandi fara þeir að rumska, því við verðum að gera betur, af því við getum það! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku. Öryrkjar þekkja þessa stöðu vel, þeir hafa aldrei átt kost á mannsæmandi lífi hvorki fyrir sig né börn sín. Þeir hafa lært að engum er treystandi, þeirra von er engin, þeir reyna að vera ekki fyrir, vera ósýnilegir. Huldufólk í landi réttlætis og tækifæra. Staðreyndin er sú að stærstur hluti öryrkja hefur verið á vinnumarkaði, jafnvel í áratugi, alið börn inn í samfélagið og vissulega lagt sitt af mörkum. Þessu fólki er þakkað þeirra framlag með framfærslu sem í dag er rétt um 220.000 kr. útborgaðar (en um 70% öryrkja fá grunnörorkulífeyri eða minna.) Þessi upphæð þarf að duga til að borga húsaleigu, lyf og lækniskostnað, mat og annað sem daglegt líf útheimtir. Við vitum það öll að það hér er á ferðinni ákveðinn ómöguleiki. Við vitum það líka að krafa samtaka launafólks um hækkun grunnatvinnuleysisbóta er lífsnauðsyn. Jafn vel og við vitum að krafa fatlaðs fólks um hækkun örorkulífeyris er neyðarákall fólks í sárri fátækt. Margir hafa lýst skoðunum sínum á hvernig best sé að koma til móts við þá sem lent hafa og munu lenda í atvinnuleysi í kjölfar Covid-19. Rauði þráðurinn þar er að skynsamlegast sé að forða fólki frá skuldavanda og öllum þeim hörmungum sem fylgir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á vordögum að ríkisstjórnin myndi gera meira en minna. ÖBÍ benti á að í þessari alvarlegu krísu mætti ekki skilja neinn eftir. Huga yrði sérstaklega að þeim hópum sem verst standa, sem er fatlað fólk. Ekkert hefur verið gert til að bæta stöðu þess hóps ef frá er talin 20.000 kr. eingreiðsla sem ríkisstjórnin taldi leysti vandamál hans. Velferð fatlaðs fólks heldur ekki vöku fyrir ráðamönnum þjóðarinnar né virðist umræða um um hana ná eyrum þeirra. Enn ber þessi hópur hæsta skatta og mestar skerðingar (jaðarskattar), fólkið sem er með allra lægstu tekjurnar, fólkið sem gerði ekkert af sér til að verðskulda þann þunga dóm að búa í sárri fátækt, hulið ásjónu stjórnvalda, sem virðast ófær um að taka ákvarðanir sem bæta kjör fatlaðs fólks. Það er réttlætismál og skref í átt að jöfnuði að fólk sé ekki hneppt í ánauð fátæktar vegna þess að það skyndilega missti vinnuna. Sama er að segja um þá sem missa starfsgetu eða fæðast fatlaðir, það er réttlætismál að fólk lifi af þeirri framfærslu sem ríkið ákvarðar. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum, þeirra er mátturinn. ÖBÍ tekur undir kröfur samtaka launafólks um hækkun atvinnuleysisbóta, sem eru í dag 289.000 kr. fyrir skatt. Áhyggjur af framfærslu þeirra sem verða að reiða sig á atvinnuleysisbætur eru réttmætar og ætti að taka alvarlega. Því miður fjölgar þeim íslendingum sem geta nú samsamað sig því að ómögulegt sé að lifa af 240.000 kr. Örorkulífeyrisþegar hafa ekkert val þeirra er fátæktin í boði ríkisstjórnarinnar sem skammtar framfærslu lítið yfir 220.000 kr. á mánuði og jafnvel undir 200 þúsundum. Ég fagna því að þjóðin hafi vaknað til vitundar um að framfærsluupphæðir ríkisins sem ná ekki einu sinni lágmarkslaunum sé of lág. Að hætta sé á að fólk lendi í algjörum vítahring vanskila sem geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu og afkomu fólks til ófyrisjáanlegs tíma. Þjóðin hefur vaknað, að undanskildum ráðamönnum okkar. Vonandi fara þeir að rumska, því við verðum að gera betur, af því við getum það! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun