Lögmaður Nelsons Mandela látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 22:47 Bizos og Mandela árið 2008. Denis Farrell/AP George Bizos, sem var meðal annars lögfræðingur Nelsons Mandela og annarra baráttumanna fyrir kynþáttajafnrétti í Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, er látinn. Hann var 92 ára gamall. Fjölskylda Bizos segir þá að hann hafi farið í friði á heimili sínu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að Bizos hafi lagt mikið af mörkum í uppbyggingu lýðræðis í landinu. Bizos var fæddur í Grikklandi árið 1927. Þegar hann var 13 ára flúði hann með fjölskyldu sinni til Suður-Afríku vegna seinni hemsstyrjaldarinnar. Hann settist að í Jóhannesarborg þar sem hann lærði síðar lögfræði. Bizos er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið með Nelson Mandela, sem var forseti Suður-Afríku á árunum 1994 til 1999. Mandela var fyrsti svarti leiðtogi Suður-Afríku og sá fyrsti til að vera kjörinn lýðræðislega. Árið 1956 var Mandela ákærður fyrir landráð en þá hafði hann staðið í baráttu fyrir auknum réttindum svartra í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnunnar sem var þar við lýði. Bizos varði hann í þeim réttarhöldum, sem lauk með sýknu. Mandela var aftur ákærður árið 1964, þá fyrir að hafa ætlað að steypa af stóli þáverandi stjórnvöldum landsins. Bizos varði hann einnig í þeim réttarhöldum en svo fór að Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann var þó látinn laus árið 1990. Eins og áður sagði varð hann forseti árið 1995. „Vinskapur hans [Bizos] og Mandela náði yfir meira en sjö áratugi og var sögulegur,“ segir í yfirlýsingu frá minningarsjóði Nelson Mandela vegna dauða Bizos. Eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku tók Bizos stóran þátt í gerð nýrrar stjórnarskrár landsins og tók að sé mál fyrir fjölskyldur fólks sem var drepið á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Í einu af síðustu málunum sem Bizos tók að sér vann hann bætur fyrir fjölskyldur 34 námuverkamanna sem voru drepnir af suðurafrísku lögreglunni árið 2012. Suður-Afríka Andlát Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
George Bizos, sem var meðal annars lögfræðingur Nelsons Mandela og annarra baráttumanna fyrir kynþáttajafnrétti í Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, er látinn. Hann var 92 ára gamall. Fjölskylda Bizos segir þá að hann hafi farið í friði á heimili sínu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að Bizos hafi lagt mikið af mörkum í uppbyggingu lýðræðis í landinu. Bizos var fæddur í Grikklandi árið 1927. Þegar hann var 13 ára flúði hann með fjölskyldu sinni til Suður-Afríku vegna seinni hemsstyrjaldarinnar. Hann settist að í Jóhannesarborg þar sem hann lærði síðar lögfræði. Bizos er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið með Nelson Mandela, sem var forseti Suður-Afríku á árunum 1994 til 1999. Mandela var fyrsti svarti leiðtogi Suður-Afríku og sá fyrsti til að vera kjörinn lýðræðislega. Árið 1956 var Mandela ákærður fyrir landráð en þá hafði hann staðið í baráttu fyrir auknum réttindum svartra í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnunnar sem var þar við lýði. Bizos varði hann í þeim réttarhöldum, sem lauk með sýknu. Mandela var aftur ákærður árið 1964, þá fyrir að hafa ætlað að steypa af stóli þáverandi stjórnvöldum landsins. Bizos varði hann einnig í þeim réttarhöldum en svo fór að Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann var þó látinn laus árið 1990. Eins og áður sagði varð hann forseti árið 1995. „Vinskapur hans [Bizos] og Mandela náði yfir meira en sjö áratugi og var sögulegur,“ segir í yfirlýsingu frá minningarsjóði Nelson Mandela vegna dauða Bizos. Eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku tók Bizos stóran þátt í gerð nýrrar stjórnarskrár landsins og tók að sé mál fyrir fjölskyldur fólks sem var drepið á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Í einu af síðustu málunum sem Bizos tók að sér vann hann bætur fyrir fjölskyldur 34 námuverkamanna sem voru drepnir af suðurafrísku lögreglunni árið 2012.
Suður-Afríka Andlát Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira