Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 08:43 Hér má sjá þegar styttan var fjarlægð. John McDonnell/Washington Post via Getty Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna. Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna.
Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21
Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent