Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 12:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Morry Gash Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43
Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00
Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57
Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“