Segir Trump misnota vald sitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2020 23:00 Biden vill ekki að Trump fái að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember. Drew Angerer/Getty Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. Á föstudag var greint frá andláti Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara, og því er nú óskipað eitt níu sæta við réttinn. Trump hefur þegar lýst því yfir að í næstu viku muni hann tilnefna nýjan dómara, sem hann segir að verði kona. Öldungadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði um þann sem forsetinn tilnefnir. Margir andstæðingar forsetans hafa lýst sig mótfallna þessum fyrirætlunum forsetans. Verði af þeim munu sex af níu dómurum við réttinn hafa verið skipaðir af Repúblikönum, og hinir þrír af Demókrötum. Ginsburg var skipuð af Demókratanum Bill Clinton árið 1993. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári í forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er til kosninga kveður þó við nýjan tón hjá McConnell og hefur hann sagt það skyldu flokksins að skipa nýjan dómara. Hefur heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu forsetans fari fram fyrir kosningar. Þá sagði Ginsburg sjálf, skömmu fyrir andlát sitt, að hennar heitasta ósk væri sú að ekki yrði skipað í embætti hennar fyrr en nýr forseti hefði tekið við embætti. Donald Trump vill fá að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember.Alex Wong/Getty Biðlar til þingmanna Repúblikana Joe Biden telur að þessar fyrirætlanir Trump og McConnell, að skipa dómara fyrir kosningar, séu misnotkun valds. Það gerði hann skýrt í ræðu sem hann hélt í Philadelphia í dag. „Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir það að verkum að Bandaríkjamenn eiga þess kost að hlustað sé á þá. Þeir ættu að gera það ljóst að þeir munu ekki samþykkja þessa misnotkun valds.“ Þá biðlaði hann til Repúblikana í öldungadeild þingsins, sem eru í meirihluta, að fylgja sannfæringu sinni og greiða ekki atkvæði með tilnefningu forsetans. Nú þegar hafa tveir þingmenn Repúblikana, þr Lisa Murkowski og Susan Collins, sagst styðja það að atkvæðagreiðslunni yrðu frestað þar til eftir kosningarnar 3. nóvember. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana þyrftu að styðja þær hugmyndir, ef þær ættu að verða að veruleika. Biden sagði einnig að ef hann kæmi til með að vinna kosningarnar yrði að draga tilnefningu Trump til baka. Þá sagðist hann ætla að ráðfæra sig við þingmenn beggja flokka áður en hann myndi tilnefna dómara. Hann bætti því við að hann teldi ekki rétt að hann gæfi opinberlega út lista yfir þá dómara sem hann teldi fýsilegt að skipa í réttinn. Slíkt gæti leitt til þess að umræddir dómarar þyrftu að sæta pólitískum árásum. Hann sagði þó að möguleg útnefning hans myndi brjóta blað í sögunni og verða „fyrsta afrísk-ameríska konan við réttinn.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. Á föstudag var greint frá andláti Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara, og því er nú óskipað eitt níu sæta við réttinn. Trump hefur þegar lýst því yfir að í næstu viku muni hann tilnefna nýjan dómara, sem hann segir að verði kona. Öldungadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði um þann sem forsetinn tilnefnir. Margir andstæðingar forsetans hafa lýst sig mótfallna þessum fyrirætlunum forsetans. Verði af þeim munu sex af níu dómurum við réttinn hafa verið skipaðir af Repúblikönum, og hinir þrír af Demókrötum. Ginsburg var skipuð af Demókratanum Bill Clinton árið 1993. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári í forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er til kosninga kveður þó við nýjan tón hjá McConnell og hefur hann sagt það skyldu flokksins að skipa nýjan dómara. Hefur heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu forsetans fari fram fyrir kosningar. Þá sagði Ginsburg sjálf, skömmu fyrir andlát sitt, að hennar heitasta ósk væri sú að ekki yrði skipað í embætti hennar fyrr en nýr forseti hefði tekið við embætti. Donald Trump vill fá að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember.Alex Wong/Getty Biðlar til þingmanna Repúblikana Joe Biden telur að þessar fyrirætlanir Trump og McConnell, að skipa dómara fyrir kosningar, séu misnotkun valds. Það gerði hann skýrt í ræðu sem hann hélt í Philadelphia í dag. „Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir það að verkum að Bandaríkjamenn eiga þess kost að hlustað sé á þá. Þeir ættu að gera það ljóst að þeir munu ekki samþykkja þessa misnotkun valds.“ Þá biðlaði hann til Repúblikana í öldungadeild þingsins, sem eru í meirihluta, að fylgja sannfæringu sinni og greiða ekki atkvæði með tilnefningu forsetans. Nú þegar hafa tveir þingmenn Repúblikana, þr Lisa Murkowski og Susan Collins, sagst styðja það að atkvæðagreiðslunni yrðu frestað þar til eftir kosningarnar 3. nóvember. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana þyrftu að styðja þær hugmyndir, ef þær ættu að verða að veruleika. Biden sagði einnig að ef hann kæmi til með að vinna kosningarnar yrði að draga tilnefningu Trump til baka. Þá sagðist hann ætla að ráðfæra sig við þingmenn beggja flokka áður en hann myndi tilnefna dómara. Hann bætti því við að hann teldi ekki rétt að hann gæfi opinberlega út lista yfir þá dómara sem hann teldi fýsilegt að skipa í réttinn. Slíkt gæti leitt til þess að umræddir dómarar þyrftu að sæta pólitískum árásum. Hann sagði þó að möguleg útnefning hans myndi brjóta blað í sögunni og verða „fyrsta afrísk-ameríska konan við réttinn.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48
Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30
Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42