Segir tvenn afdrífarik mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn faraldrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2020 09:06 Beðið í röð eftir að komast í skimun. Vísir/Vilhelm Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi orsakist af tilslökunum aðgerða innanlands. Hann segir tvenn afdrífarík mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn Covid-19. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Ívars í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn Hver er leiðin út úr kófinu. Þar fer Jón Ívar yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir að í byrjun september hafi Íslendingar siglt í meðalhófi, lífið hafi verið í eins nálægt eðlilegu róli og hægt sé miðað við aðstæður. Segir Jón Ívar að þann 7. september, þegar slakað var á aðgerðum innanlands, hafi þriðja bylgjan fylgt í kjölfarið. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Því miður var slakað á aðgerðum innanlands 7. september, smitstuðullinn rauk upp, og þetta olli því að þriðja bylgjan byrjaði viku seinna. Einstaklingsbundnar smitvarnir innanlands skipta nefnilega meira máli en aðgerðir á landamærum,“ skrifar Jón Ívar. Mistök sem valdið hafi miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni Flestir hafi áttað sig á því að það sé tálsýn að halda að Ísland geti verið veirufrítt land. „Sóttkví á landamærum skrúfaði fyrir ferðamannastraum sem slökkti lífsneistann í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þannig hafa á undanförnum vikum verið gerð tvenn afdrifarík mistök í aðgerðum gegn Covid, þ.e.a.s. farið í mjög harðar aðgerðir á landamærum og of mikla slökun á aðgerðum innanlands. Þessi mistök hafa valdið miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni,“ skrifar Jón Ívar. Segir hann að spóla ætti til baka í aðgerðir sem voru í gildi fyrir 7. september, en eins metra reglan tók þá til að mynda gildi í stað fyrir tveggja metra regluna. Nauðsynlega þurfi að viðhalda smitstuðli undir einum þar til meirihluti þjóðarinna er bólusettur. Þegar stuðullinn er kominn undir einn mætti slaka örlítið á aðgerðum á landamærum, halda áfram skimun en breyta sóttkví í heimkomusmitgát. „Þegar bóluefni koma er ekki víst hversu áhrifarík þau verða og því er hugsanlegt að halda þurfi áfram lágmarkssmitvörnum í eitt ár í viðbót. Það er mikilvægt að halda smitstuðli undir einum en jafnframt að sigla í meðalhófi og stöðugt að meta hvort lækningin sé verri en sjúkdómurinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi orsakist af tilslökunum aðgerða innanlands. Hann segir tvenn afdrífarík mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn Covid-19. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Ívars í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn Hver er leiðin út úr kófinu. Þar fer Jón Ívar yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir að í byrjun september hafi Íslendingar siglt í meðalhófi, lífið hafi verið í eins nálægt eðlilegu róli og hægt sé miðað við aðstæður. Segir Jón Ívar að þann 7. september, þegar slakað var á aðgerðum innanlands, hafi þriðja bylgjan fylgt í kjölfarið. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Því miður var slakað á aðgerðum innanlands 7. september, smitstuðullinn rauk upp, og þetta olli því að þriðja bylgjan byrjaði viku seinna. Einstaklingsbundnar smitvarnir innanlands skipta nefnilega meira máli en aðgerðir á landamærum,“ skrifar Jón Ívar. Mistök sem valdið hafi miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni Flestir hafi áttað sig á því að það sé tálsýn að halda að Ísland geti verið veirufrítt land. „Sóttkví á landamærum skrúfaði fyrir ferðamannastraum sem slökkti lífsneistann í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þannig hafa á undanförnum vikum verið gerð tvenn afdrifarík mistök í aðgerðum gegn Covid, þ.e.a.s. farið í mjög harðar aðgerðir á landamærum og of mikla slökun á aðgerðum innanlands. Þessi mistök hafa valdið miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni,“ skrifar Jón Ívar. Segir hann að spóla ætti til baka í aðgerðir sem voru í gildi fyrir 7. september, en eins metra reglan tók þá til að mynda gildi í stað fyrir tveggja metra regluna. Nauðsynlega þurfi að viðhalda smitstuðli undir einum þar til meirihluti þjóðarinna er bólusettur. Þegar stuðullinn er kominn undir einn mætti slaka örlítið á aðgerðum á landamærum, halda áfram skimun en breyta sóttkví í heimkomusmitgát. „Þegar bóluefni koma er ekki víst hversu áhrifarík þau verða og því er hugsanlegt að halda þurfi áfram lágmarkssmitvörnum í eitt ár í viðbót. Það er mikilvægt að halda smitstuðli undir einum en jafnframt að sigla í meðalhófi og stöðugt að meta hvort lækningin sé verri en sjúkdómurinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent