Evrópuþingið greiðir atkvæði um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 11:18 Salur Evrópuþingsins í Brussel. Vísir/EPA Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. Helst er deilt um nýtt og metnaðarfyllra markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næsta áratuginn. Tillaga framkvæmdastjórnar ESB er að draga úr losun aðildarríkjanna um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Núverandi markmið er 40% samdráttur miðað við losun árið 1990 en hertra aðgerða er þörf ef sambandið ætlar sér að ná markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til að auka samdráttinn í losun þarf að setja harðari reglur um útblástur bifreiða og leggja hærra kolefnisgjald á iðnað og flugfélög. Ísland tekur þátt í sameiginlegu viðskiptakerfi sambandsins um losunarheimildir í iðnaði. Umhverfisnefnd Evrópuþingsins samþykkti enn metnaðarfyllri samdrátt upp á 60% í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að rétt tæplega helmingur þingheims hafi heitið því að styðja frumvarp um það í dag. „Ég held að við höfum sögulegt tækifæri til þess að færa loftslagsstefnuna upp á hærra stig,“ segir Jytte Guteland, Evrópuþingmaður frá Svíþjóð sem er í forsvari fyrir metnaðarfyllri tillöguna. Íhaldsmenn á Evrópuþinginu ætla sér þó að styðja frumvarp um 55% samdrátt. Þeir telja of djarft að stefna að 60% samdrætti næsta áratuginn. Peter Liese, þýskur Evrópuþingmaður frá Evrópska þjóðarflokknum (EPP), segist bjartsýnn á að frumvarp hans flokks nái fram að ganga. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. Helst er deilt um nýtt og metnaðarfyllra markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næsta áratuginn. Tillaga framkvæmdastjórnar ESB er að draga úr losun aðildarríkjanna um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Núverandi markmið er 40% samdráttur miðað við losun árið 1990 en hertra aðgerða er þörf ef sambandið ætlar sér að ná markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til að auka samdráttinn í losun þarf að setja harðari reglur um útblástur bifreiða og leggja hærra kolefnisgjald á iðnað og flugfélög. Ísland tekur þátt í sameiginlegu viðskiptakerfi sambandsins um losunarheimildir í iðnaði. Umhverfisnefnd Evrópuþingsins samþykkti enn metnaðarfyllri samdrátt upp á 60% í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að rétt tæplega helmingur þingheims hafi heitið því að styðja frumvarp um það í dag. „Ég held að við höfum sögulegt tækifæri til þess að færa loftslagsstefnuna upp á hærra stig,“ segir Jytte Guteland, Evrópuþingmaður frá Svíþjóð sem er í forsvari fyrir metnaðarfyllri tillöguna. Íhaldsmenn á Evrópuþinginu ætla sér þó að styðja frumvarp um 55% samdrátt. Þeir telja of djarft að stefna að 60% samdrætti næsta áratuginn. Peter Liese, þýskur Evrópuþingmaður frá Evrópska þjóðarflokknum (EPP), segist bjartsýnn á að frumvarp hans flokks nái fram að ganga.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23