Biden vex ásmegin í könnunum Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2020 22:31 Joe Biden, forsetaframbjóðandi hefur tilefni til að vera vongóður þessa dagana. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, hefur vaxið ásmegin í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í kjölfar kappræðna hans og Donalds Trump, forseta. Líkur hans á því að ná kjöri hafa aukist en Demókratar hafa áhyggjur af aðgerðum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Fylgi frambjóðendanna hefur verið mjög stöðugt undanfarna mánuði en heilt yfir hafa sigurlíkur Bidens aukist og útlit er fyrir að þær hafi batnað töluvert í kjölfar kappræðanna. Í könnun sem CNN birti í dag segjast 57 prósent líklegra kjósenda að þeir séu líklegri til að kjósa Biden á meðan 41 prósent þeirra segist líklegri til að kjósa Trump. Sami miðill gerði sambærilega könnun meðal skráðra kjósenda í ágúst september og þá var Biden með átta prósentustiga forskot á Trump 51-43. Samkvæmt nýrri könnun Monmouth í Pennsylvaníu sem opinberuð var í dag, er Biden með ellefu prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda. Hér lýsir Nate Silver, ritstjóri tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, því hvernig meðaltal kannana í Pennsylvaníu lítur út þessa dagana. Biden er með 6,6 prósentustiga forskot á Trump. Biden now up 6.6 in our Pennsylvania polling average. And that's on a fairly robust set of polling. Individual polls since the debate there have him up +9.5 (Monmouth, averaging their two models), +7 (YouGov), +7 (Times/Siena) and +5 (Ipsos).https://t.co/s32ZGD656G pic.twitter.com/cu0jVZOK7R— Nate Silver (@NateSilver538) October 6, 2020 Í nýlegri könnun NBC og Wall Street Journal mældist Biden með 53 prósenta fylgi meðal skráðra kjósenda á landsvísu og Trump með 39 prósent. Sama hvert litið er, þá er þróunin sú sama. Biden virðist vaxa ásmegin á meðan fylgi Trumps dalar. Trump sjálfur tjáði sig um könnun Monmouth í kvöld þar sem hann lýsti yfir furðu sinni á því að Biden væri að mælast svo vel í Pennsylvaníu og sagði ósatt um hvar Biden stendur varðandi þrjú málefni sem Trump nefndi. „Ég mun sigra í Pennsylvaníu,“ lýsti Trump yfir. How does Biden lead in Pennsylvania Polls when he is against Fracking (JOBS!), 2nd Amendment and Religion? Fake Polls. I will win Pennsylvania!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 6, 2020 Fyrir kosningarnar 2016 gáfu kannanir í skyn að Hillary Clinton myndi sigra Trump. Svo varð ekki. Hún fékk fleiri atkvæði á landsvísu, sem var í takt við kannanir, en hann fékk fleiri kjörmenn með mjög naumum sigrum í nokkrum mikilvægum ríkjum. Í þeim kosningum var þar að auki mikið af kjósendum sem sögðust óákveðnir en kusu Trump. Óákveðnum kjósendum hefur fækkað verulega síðan þá. þar að auki er útlit fyrir að óákveðnir kjósendur hallist frekar að Biden en Trump. Í spálíkani FiveThirtyEight hafa líkur Biden á að ná kjöri aukist á undanförnum dögum. Spálíkanið byggir á könnunum, bæði heilt yfir landið og í einstökum ríkjum. Í síðustu viku voru líkur Biden 78 prósent en nú eru líkur hans 82 prósent. Líkur Trump á því að ná endurkjöri eru 17 prósent, samkvæmt spálíkaninu. Mun fleiri dómsmál en áður Þrátt fyrir þessar vendingar hafa áhyggjur Demókrata aukist undanfarna daga. Þær hafa aukist vegna fregna um viðleitni íhaldsmanna til að draga úr kjörsókn í mikilvægum ríkjum og þá sérstaklega hjá markhópum sem þykja hliðhollir Demókrötum. Samkvæmt frétt Politico sýna rannsóknir að þeldökkir kjósendur og kjósendur af latneskum ættum, eiga erfiðara með að kjósa en aðrir. Þá sýna rannsóknir einnig að þessir erfiðleikar og strangar reglur um skilríki og atkvæðagreiðslu gefi hvítum og hægri sinnuðum kjósendum meira vægi. Þá segir þar einnig að á þessu ári hafi fleiri lögsóknir tengdar kosningum verið háðar en á síðustu tveimur áratugum. Demókratar hafa beitt meirihluta þessara lögsókna til að reyna að fá hinar ýmsu aðgerðir íhaldsmanna felldar niður. Þar á meðal eru reglur um skilríki og atkvæðagreiðslu, utankjörfundaratkvæði, hreinsanir af kjörskrá og margt annað. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Ummæli Trump um veiruna hrella lækna Lýðheilsu- og faraldsfræðingar eru forviða eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þjóð sinni að „óttast ekki“ kórónuveiruna og tók af sér grímu þrátt fyrir að vera sjálfur smitaður í gær. Orð og æði forsetans ganga þvert á tilmæli ríkisstjórnar hans vegna faraldursins sem hefur orðið meira en 210.000 manns að bana í landinu. 6. október 2020 12:09 Blaðafulltrúi Hvíta hússins bætist í hóp smitaðra Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. 5. október 2020 16:02 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, hefur vaxið ásmegin í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í kjölfar kappræðna hans og Donalds Trump, forseta. Líkur hans á því að ná kjöri hafa aukist en Demókratar hafa áhyggjur af aðgerðum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Fylgi frambjóðendanna hefur verið mjög stöðugt undanfarna mánuði en heilt yfir hafa sigurlíkur Bidens aukist og útlit er fyrir að þær hafi batnað töluvert í kjölfar kappræðanna. Í könnun sem CNN birti í dag segjast 57 prósent líklegra kjósenda að þeir séu líklegri til að kjósa Biden á meðan 41 prósent þeirra segist líklegri til að kjósa Trump. Sami miðill gerði sambærilega könnun meðal skráðra kjósenda í ágúst september og þá var Biden með átta prósentustiga forskot á Trump 51-43. Samkvæmt nýrri könnun Monmouth í Pennsylvaníu sem opinberuð var í dag, er Biden með ellefu prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda. Hér lýsir Nate Silver, ritstjóri tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, því hvernig meðaltal kannana í Pennsylvaníu lítur út þessa dagana. Biden er með 6,6 prósentustiga forskot á Trump. Biden now up 6.6 in our Pennsylvania polling average. And that's on a fairly robust set of polling. Individual polls since the debate there have him up +9.5 (Monmouth, averaging their two models), +7 (YouGov), +7 (Times/Siena) and +5 (Ipsos).https://t.co/s32ZGD656G pic.twitter.com/cu0jVZOK7R— Nate Silver (@NateSilver538) October 6, 2020 Í nýlegri könnun NBC og Wall Street Journal mældist Biden með 53 prósenta fylgi meðal skráðra kjósenda á landsvísu og Trump með 39 prósent. Sama hvert litið er, þá er þróunin sú sama. Biden virðist vaxa ásmegin á meðan fylgi Trumps dalar. Trump sjálfur tjáði sig um könnun Monmouth í kvöld þar sem hann lýsti yfir furðu sinni á því að Biden væri að mælast svo vel í Pennsylvaníu og sagði ósatt um hvar Biden stendur varðandi þrjú málefni sem Trump nefndi. „Ég mun sigra í Pennsylvaníu,“ lýsti Trump yfir. How does Biden lead in Pennsylvania Polls when he is against Fracking (JOBS!), 2nd Amendment and Religion? Fake Polls. I will win Pennsylvania!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 6, 2020 Fyrir kosningarnar 2016 gáfu kannanir í skyn að Hillary Clinton myndi sigra Trump. Svo varð ekki. Hún fékk fleiri atkvæði á landsvísu, sem var í takt við kannanir, en hann fékk fleiri kjörmenn með mjög naumum sigrum í nokkrum mikilvægum ríkjum. Í þeim kosningum var þar að auki mikið af kjósendum sem sögðust óákveðnir en kusu Trump. Óákveðnum kjósendum hefur fækkað verulega síðan þá. þar að auki er útlit fyrir að óákveðnir kjósendur hallist frekar að Biden en Trump. Í spálíkani FiveThirtyEight hafa líkur Biden á að ná kjöri aukist á undanförnum dögum. Spálíkanið byggir á könnunum, bæði heilt yfir landið og í einstökum ríkjum. Í síðustu viku voru líkur Biden 78 prósent en nú eru líkur hans 82 prósent. Líkur Trump á því að ná endurkjöri eru 17 prósent, samkvæmt spálíkaninu. Mun fleiri dómsmál en áður Þrátt fyrir þessar vendingar hafa áhyggjur Demókrata aukist undanfarna daga. Þær hafa aukist vegna fregna um viðleitni íhaldsmanna til að draga úr kjörsókn í mikilvægum ríkjum og þá sérstaklega hjá markhópum sem þykja hliðhollir Demókrötum. Samkvæmt frétt Politico sýna rannsóknir að þeldökkir kjósendur og kjósendur af latneskum ættum, eiga erfiðara með að kjósa en aðrir. Þá sýna rannsóknir einnig að þessir erfiðleikar og strangar reglur um skilríki og atkvæðagreiðslu gefi hvítum og hægri sinnuðum kjósendum meira vægi. Þá segir þar einnig að á þessu ári hafi fleiri lögsóknir tengdar kosningum verið háðar en á síðustu tveimur áratugum. Demókratar hafa beitt meirihluta þessara lögsókna til að reyna að fá hinar ýmsu aðgerðir íhaldsmanna felldar niður. Þar á meðal eru reglur um skilríki og atkvæðagreiðslu, utankjörfundaratkvæði, hreinsanir af kjörskrá og margt annað.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Ummæli Trump um veiruna hrella lækna Lýðheilsu- og faraldsfræðingar eru forviða eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þjóð sinni að „óttast ekki“ kórónuveiruna og tók af sér grímu þrátt fyrir að vera sjálfur smitaður í gær. Orð og æði forsetans ganga þvert á tilmæli ríkisstjórnar hans vegna faraldursins sem hefur orðið meira en 210.000 manns að bana í landinu. 6. október 2020 12:09 Blaðafulltrúi Hvíta hússins bætist í hóp smitaðra Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. 5. október 2020 16:02 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30
Ummæli Trump um veiruna hrella lækna Lýðheilsu- og faraldsfræðingar eru forviða eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þjóð sinni að „óttast ekki“ kórónuveiruna og tók af sér grímu þrátt fyrir að vera sjálfur smitaður í gær. Orð og æði forsetans ganga þvert á tilmæli ríkisstjórnar hans vegna faraldursins sem hefur orðið meira en 210.000 manns að bana í landinu. 6. október 2020 12:09
Blaðafulltrúi Hvíta hússins bætist í hóp smitaðra Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. 5. október 2020 16:02
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15