Þurfa að koma með eigin penna til að kjósa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 23:30 Kjósendur í Litháen þurfa að mæta með penna til þessa að geta gert þetta á morgun. Getty Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki. Kjósendur þurfa að mæta með sína eigin penna á kjörstaði til þess að merkja atkvæðaseðlana. Um er að ræða sóttvarnarráðstöfun auk þess sem að boðið hefur verið upp á sambærilegar ráðstafanir og gerðar voru hér á landi í tengslum við forsetakosningarnar í sumar, til þess að tryggja að þeir sem eru sýktir eða í sóttkví geti kosið. Þá hafa kjörstjórnarfulltrúar klæddir sóttvarnargöllum heimsótt suma af þá 32 þúsund íbúum landsins sem eru í sjálfskipaðri sóttkví til þess að sækja kjörseðla heim til þeirra. Flokkur Skvernelis, Bandalag bænda og græningja, leiðir skoðanakannanir ásamt Föðurlandsbandalaginu. Báðir flokkar mælast með fimmtán prósent fylgi en Föðurlandsbandalagið er í stjórnarandstöðu. Efnahagur Litháens hefur gengið betur en flestra ríkja Evrópusambandsins að undanförnu þrátt fyrir faraldurinn og er það talið geta ýtt flokki Skvernelis yfir endalínuna. Skvernelis er forsætisráðherra.Vísir/EPA Seðlabanki Litháens telur það skýrast af því að samkomutakmarkanir voru tiltölulega skammlífar, ríkið hafi veitt landsmönnum töluverðan stuðning og að helstu viðskiptalönd hafi einnig komið ágætlega út úr faraldrinum. Í frétt Euronews um kosningarnar segir að stuðning við flokk Skvernelis megi rekja til þess að töluverður hluti af tveggja milljarða evra björgunarpakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins hafi endað á einn eða annan hátt í vasa kjósenda. Þar segir einnig að áður en faraldurinn skall á hafi flokkur Skvernelis verið í vandræðum, en viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hafi snúið kjósendum á sveif með Bandalagi bænda og græningja. Litháen Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki. Kjósendur þurfa að mæta með sína eigin penna á kjörstaði til þess að merkja atkvæðaseðlana. Um er að ræða sóttvarnarráðstöfun auk þess sem að boðið hefur verið upp á sambærilegar ráðstafanir og gerðar voru hér á landi í tengslum við forsetakosningarnar í sumar, til þess að tryggja að þeir sem eru sýktir eða í sóttkví geti kosið. Þá hafa kjörstjórnarfulltrúar klæddir sóttvarnargöllum heimsótt suma af þá 32 þúsund íbúum landsins sem eru í sjálfskipaðri sóttkví til þess að sækja kjörseðla heim til þeirra. Flokkur Skvernelis, Bandalag bænda og græningja, leiðir skoðanakannanir ásamt Föðurlandsbandalaginu. Báðir flokkar mælast með fimmtán prósent fylgi en Föðurlandsbandalagið er í stjórnarandstöðu. Efnahagur Litháens hefur gengið betur en flestra ríkja Evrópusambandsins að undanförnu þrátt fyrir faraldurinn og er það talið geta ýtt flokki Skvernelis yfir endalínuna. Skvernelis er forsætisráðherra.Vísir/EPA Seðlabanki Litháens telur það skýrast af því að samkomutakmarkanir voru tiltölulega skammlífar, ríkið hafi veitt landsmönnum töluverðan stuðning og að helstu viðskiptalönd hafi einnig komið ágætlega út úr faraldrinum. Í frétt Euronews um kosningarnar segir að stuðning við flokk Skvernelis megi rekja til þess að töluverður hluti af tveggja milljarða evra björgunarpakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins hafi endað á einn eða annan hátt í vasa kjósenda. Þar segir einnig að áður en faraldurinn skall á hafi flokkur Skvernelis verið í vandræðum, en viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hafi snúið kjósendum á sveif með Bandalagi bænda og græningja.
Litháen Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira