Ítalir og Bretar reyna að komast hjá því að setja á útgöngubann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 20:55 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Taylor Búist er við því að leiðtogar í Bretland og Ítalíu munu á morgun kynna til leiks aðgerðir til þess að stemma í stigu við aukningu á kórónuveirusmitum í löndunum tveimur. Leiðtogarnir eru sagðir vilja komast hjá því að setja á útgöngubann, sambærilegt við það sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins sem lék íbúa þessara ríkja grátt. Í Bretlandi er búist við að Boris Johnson forsætisráðherra muni kynna staðbundnar aðgerðir á þeim svæðum þar sem kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Á það einkum við um norðurhluta landsins en borgarstjóri Liverpool-borgar segir að ríkisstjórnin vilji grípa til mjög harðra aðgerða þar. Reiknað er með á þeim svæðum þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu verði börum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Í frétt Reuters segir að Johnson sé að reyna að komast hjá því að setja útgöngubann á um gervallt Bretland vegna ótta um að það muni vera afar slæmt fyrir efnahag ríkisins. Tíu til fimmtán þúsund smit hafa greinst á degi hverjum í Bretlandi en alls hafa 604 þúsund smit greinst í Bretlandi frá upphafi faraldursins. Ítalir hafi ekki efni á útgöngubanni Ítalía hefur einnig orðið fyrir barðinu á aukningu í tilfellum og þar er búist við að hertari aðgerðir verði kynntar næstu daga. Smitum þar hefur einnig farið fjölgandi að undanförnu, þannig greindust yfir fimm þúsund smit á föstudaginn, í fyrsta sinn sem fjöldi smita fer yfir þá tölu síðan í mars. Reiknað er með að yfirvöld í Ítalíu leggi blátt bann við einkaveislum og opnunartími bara og veitingastaða í Rómarborg verði skertur. Forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt að ríkið hafi ekki efni á því að setja á annað útgöngubann, og því standa vonir til þess að vægari aðgerðir muni bera árangur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Ítalía Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Búist er við því að leiðtogar í Bretland og Ítalíu munu á morgun kynna til leiks aðgerðir til þess að stemma í stigu við aukningu á kórónuveirusmitum í löndunum tveimur. Leiðtogarnir eru sagðir vilja komast hjá því að setja á útgöngubann, sambærilegt við það sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins sem lék íbúa þessara ríkja grátt. Í Bretlandi er búist við að Boris Johnson forsætisráðherra muni kynna staðbundnar aðgerðir á þeim svæðum þar sem kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Á það einkum við um norðurhluta landsins en borgarstjóri Liverpool-borgar segir að ríkisstjórnin vilji grípa til mjög harðra aðgerða þar. Reiknað er með á þeim svæðum þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu verði börum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Í frétt Reuters segir að Johnson sé að reyna að komast hjá því að setja útgöngubann á um gervallt Bretland vegna ótta um að það muni vera afar slæmt fyrir efnahag ríkisins. Tíu til fimmtán þúsund smit hafa greinst á degi hverjum í Bretlandi en alls hafa 604 þúsund smit greinst í Bretlandi frá upphafi faraldursins. Ítalir hafi ekki efni á útgöngubanni Ítalía hefur einnig orðið fyrir barðinu á aukningu í tilfellum og þar er búist við að hertari aðgerðir verði kynntar næstu daga. Smitum þar hefur einnig farið fjölgandi að undanförnu, þannig greindust yfir fimm þúsund smit á föstudaginn, í fyrsta sinn sem fjöldi smita fer yfir þá tölu síðan í mars. Reiknað er með að yfirvöld í Ítalíu leggi blátt bann við einkaveislum og opnunartími bara og veitingastaða í Rómarborg verði skertur. Forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt að ríkið hafi ekki efni á því að setja á annað útgöngubann, og því standa vonir til þess að vægari aðgerðir muni bera árangur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Ítalía Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35