Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2020 08:44 Donald Trump ætlar að halda fjölda kosningafunda með stuðningsmönnum sínum fram að kosningum. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. Repúblikanar óttast að tapa Hvíta húsinu og jafnvel öldungadeildinni einnig. Fylgi þeirra Trumps og Bidens hafði verið mjög stöðugt undanfarnar vikur og jafnvel mánuði en hefur tekið þó nokkrum breytingum á undanförnum dögum. Samkvæmt líkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á könnunum, eru 86 prósent líkur á því að Biden beri sigur úr býtum og 14 prósent líkur á sigri Trumps. Vísir/GraphicNews Kosningarnar fara fram þann 3. nóvember en Trump stefnir að því að verja hverjum degi fram að því á ferð um Bandaríkin. Hann mun byrja í Flórída í dag þar sem hann mun hitta stuðningsmenn sína á kosningafundi, þeim fyrsta frá 2. október, þegar Trump greindi frá því að hann hefði smitast af Covid-19. See you in FLORIDA tomorrow night. Big Rally!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 12, 2020 Þá ætlar Trump til Pennsylvaínu á morgun, Iowa á miðvikudaginn og Norður-Karólínu á fimmtudaginn. Um mánaðabil hafa Trump og starfsmenn hans varið miklu púðri í að reyna að beina athygli kjósenda frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Smit Trumps hefur þó gert það verulega erfitt. Nærri því 7,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af Covid-19, 215 þúsund hafa dáið og milljónir hafa misst vinnu sína í faraldrinum, eins og bent er á í frétt Reuters. Demókrötum hefur gengið mjög vel að safna fé undanfarinn misseri og má því til stuðnings benda á að Jaime Harrison, mótframbjóðandi þingmannsins Lindseys Graham í Suður-Karólínu, safnaði 57 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi ársins og setti þar með nýtt met. Gamla metið var 38,1 milljón dala en Graham sjálfur lýsti stöðunni nýverið þannig að Harrison væri að „slátra sér“ í fjáröflun. Lindsey Graham gæti mögulega tapað sæti sínu í öldungadeild Bandaríkjaþings en mótframbjóðandi hans setti nýtt met í fjáröflun á síðasta ársfjórðungi.AP/Stefani Reynolds Harrison hefur notað þessa fjármuni í umfangsmiklar auglýsingaherferðir og á nú raunhæfan möguleika á því að velta Graham, sem hefur setið þrjú sex ára kjörtímabil og sækist eftir því fjórða, úr sessi. Þá er útlit fyrir að Demókratar gætu náð fellu í Arizona og tryggt sér bæði öldungadeildarsæti ríkisins og ríkisþingið. Politico segir það ekki hafa gerst í rúm 50 ár en nú eigi Demókratar raunhæfan möguleika á því. Þessari þróun vill Trump snúa við og er hann sannfærður um að hann geti það. Starfsmenn framboðs Trump vísa til hæfileika hans til að halda athygli Bandaríkjamanna og er sömuleiðis vonast til þess að nefndarfundir dómsmálanefndar öldungadeildarinnar um tilnefningu Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna muni hjálpa framboðinu. Þá vísa starfsmenn Trump til þess hvernig honum tókst að snúa við taflinu á endasprettinum í kosningabaráttunni 2016. Þeir segja að margir kosningafundir Trump fram að kosningum muni hleypa lífi í hans helstu stuðningsmenn og staðhæfa að fjöldi þeirra hafi verið vanmetinn í könnunum og af fjölmiðlum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir þó að staðan í dag sé töluvert frábrugðin stöðunni árið 2016. Sérfræðingar innan Repúblikanaflokksins sem rætt var við segja stöðuna ekki góða. „Það er langt síðan Donald Trump fékk einhverjar góðar fréttir,“ sagði Alex Contant, einn þeirra Repúblikana sem rætt var við. Hann kom að forsetaframboði Marco Rubio árið 2016. „Þegar Trump hefur fengið góðar fréttir, hefur honum tekist að stíga á þær.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Trump segist ónæmur og hvergi banginn Donald Trump segir að staðfesting lækna hans á því að hann sé ónæmur gagnvart Covid-19 eftir kórónuveirusmit geri það að verkum að hann geti aftur farið á fullt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði. 11. október 2020 21:44 Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Bandaríkin: Veikur Trump gæti beðið skipbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, smitaðist af Covid-19 og Mike Pence, varaforseti, mætti Kamölu Harris, varaforsetaframbjóðanda, í hefðbundnum kappræðum. 9. október 2020 10:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. Repúblikanar óttast að tapa Hvíta húsinu og jafnvel öldungadeildinni einnig. Fylgi þeirra Trumps og Bidens hafði verið mjög stöðugt undanfarnar vikur og jafnvel mánuði en hefur tekið þó nokkrum breytingum á undanförnum dögum. Samkvæmt líkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á könnunum, eru 86 prósent líkur á því að Biden beri sigur úr býtum og 14 prósent líkur á sigri Trumps. Vísir/GraphicNews Kosningarnar fara fram þann 3. nóvember en Trump stefnir að því að verja hverjum degi fram að því á ferð um Bandaríkin. Hann mun byrja í Flórída í dag þar sem hann mun hitta stuðningsmenn sína á kosningafundi, þeim fyrsta frá 2. október, þegar Trump greindi frá því að hann hefði smitast af Covid-19. See you in FLORIDA tomorrow night. Big Rally!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 12, 2020 Þá ætlar Trump til Pennsylvaínu á morgun, Iowa á miðvikudaginn og Norður-Karólínu á fimmtudaginn. Um mánaðabil hafa Trump og starfsmenn hans varið miklu púðri í að reyna að beina athygli kjósenda frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Smit Trumps hefur þó gert það verulega erfitt. Nærri því 7,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af Covid-19, 215 þúsund hafa dáið og milljónir hafa misst vinnu sína í faraldrinum, eins og bent er á í frétt Reuters. Demókrötum hefur gengið mjög vel að safna fé undanfarinn misseri og má því til stuðnings benda á að Jaime Harrison, mótframbjóðandi þingmannsins Lindseys Graham í Suður-Karólínu, safnaði 57 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi ársins og setti þar með nýtt met. Gamla metið var 38,1 milljón dala en Graham sjálfur lýsti stöðunni nýverið þannig að Harrison væri að „slátra sér“ í fjáröflun. Lindsey Graham gæti mögulega tapað sæti sínu í öldungadeild Bandaríkjaþings en mótframbjóðandi hans setti nýtt met í fjáröflun á síðasta ársfjórðungi.AP/Stefani Reynolds Harrison hefur notað þessa fjármuni í umfangsmiklar auglýsingaherferðir og á nú raunhæfan möguleika á því að velta Graham, sem hefur setið þrjú sex ára kjörtímabil og sækist eftir því fjórða, úr sessi. Þá er útlit fyrir að Demókratar gætu náð fellu í Arizona og tryggt sér bæði öldungadeildarsæti ríkisins og ríkisþingið. Politico segir það ekki hafa gerst í rúm 50 ár en nú eigi Demókratar raunhæfan möguleika á því. Þessari þróun vill Trump snúa við og er hann sannfærður um að hann geti það. Starfsmenn framboðs Trump vísa til hæfileika hans til að halda athygli Bandaríkjamanna og er sömuleiðis vonast til þess að nefndarfundir dómsmálanefndar öldungadeildarinnar um tilnefningu Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna muni hjálpa framboðinu. Þá vísa starfsmenn Trump til þess hvernig honum tókst að snúa við taflinu á endasprettinum í kosningabaráttunni 2016. Þeir segja að margir kosningafundir Trump fram að kosningum muni hleypa lífi í hans helstu stuðningsmenn og staðhæfa að fjöldi þeirra hafi verið vanmetinn í könnunum og af fjölmiðlum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir þó að staðan í dag sé töluvert frábrugðin stöðunni árið 2016. Sérfræðingar innan Repúblikanaflokksins sem rætt var við segja stöðuna ekki góða. „Það er langt síðan Donald Trump fékk einhverjar góðar fréttir,“ sagði Alex Contant, einn þeirra Repúblikana sem rætt var við. Hann kom að forsetaframboði Marco Rubio árið 2016. „Þegar Trump hefur fengið góðar fréttir, hefur honum tekist að stíga á þær.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Trump segist ónæmur og hvergi banginn Donald Trump segir að staðfesting lækna hans á því að hann sé ónæmur gagnvart Covid-19 eftir kórónuveirusmit geri það að verkum að hann geti aftur farið á fullt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði. 11. október 2020 21:44 Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Bandaríkin: Veikur Trump gæti beðið skipbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, smitaðist af Covid-19 og Mike Pence, varaforseti, mætti Kamölu Harris, varaforsetaframbjóðanda, í hefðbundnum kappræðum. 9. október 2020 10:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58
Trump segist ónæmur og hvergi banginn Donald Trump segir að staðfesting lækna hans á því að hann sé ónæmur gagnvart Covid-19 eftir kórónuveirusmit geri það að verkum að hann geti aftur farið á fullt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði. 11. október 2020 21:44
Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46
Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Bandaríkin: Veikur Trump gæti beðið skipbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, smitaðist af Covid-19 og Mike Pence, varaforseti, mætti Kamölu Harris, varaforsetaframbjóðanda, í hefðbundnum kappræðum. 9. október 2020 10:39